fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Davíð Oddsson: „Meiri­hlut­inn í borg­inni hót­ar enn hærri skött­um vegna um­ferðartafa sem hann bjó sjálf­ur til“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 27. maí 2019 12:00

Davíð Oddsson, hættir sem ritstjóri Morgunblaðsins á árinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðförin að einkabílnum er hvergi nærri hætt ef marka má leiðara Morgunblaðsins í dag, hvar Davíð Oddsson mundar lyklaborðið að öllum líkindum. Hann gagnrýnir borgarstjóra og borgarstjórnarmeirihlutann fyrir „vaxandi róttækni“ í loftslagsmálum með skattlagningu, en til skoðunar er hjá borginni að leggja veggjöld á bíla, samkvæmt Sig­ur­borgu Ósk Har­alds­dótt­ur, formanni samgöngu- og skipulagsráðs, en slíkt hefur verið gert í Noregi með það að markmiði að draga úr umferð.

Davíð segir umferðarvandamálið sjálfsakapað hjá borginni:

„Meiri­hlut­inn í borg­inni hót­ar enn hærri skött­um vegna um­ferðartafa sem hann bjó sjálf­ur til. Öfugt við það sem var þegar vinstri­menn tóku til við að stjórna Reykja­vík eru skatt­ar í hæstu hæðum. Þetta dug­ar þó ekki til og nú vilja borg­ar­yf­ir­völd leggja enn þyngri skatta á borg­ar­búa. Þessa nýju skatta á að rök­styðja með því að um­ferðin gangi hægt, en hún geng­ur ein­mitt hægt vegna þess að borg­ar­yf­ir­völd hafa eyðilagt gatna­kerfið með „vax­andi rót­tækni“. Og þess­ar taf­ir sem borg­ar­bú­ar mega þola á hverj­um degi fela að sjálf­sögðu í sér meiri út­blást­ur en þegar um­ferðin er greið og bíl­ar þurfa ekki að standa löng­um stund­um og brenna jarðefna­eldsneyti að ástæðulausu. Rétt eins og þarf­laus­ar flug­ferðir borg­ar­full­trúa valda óþarfa los­un gróður­húsaloft­teg­unda. Borg­ar­full­trú­arn­ir ættu að byrja á því að draga úr óþarfa flakki, sem kost­ar borg­ar­búa tals­vert fé en skil­ar þeim minna en engu, og greiða fyr­ir um­ferð, áður en þeir fara að hóta frek­ari skatt­lagn­ingu,“

segir Davíð, en borgarstjórn var í Osló á höfuðborgar- og umhverfisráðstefnu á dögunum. Nefnir Davíð að borgarstjóri hafi talað um að framundan væru ár umbreytinga í skipulagsmálum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og því þyrfti að taka nauðsynlegar en óvinsælar ákvarðanir:

„Þetta eru sér­kenni­leg skila­boð frá manni sem ný­lega hef­ur lagt að baki langt flug til að sækja ráðstefnu.“

Þráhyggja

Davíð segir meirihlutann í borginni haldinn þráhyggju gagnvart einkabílnum:

„Þrá­hyggja borg­ar­yf­ir­valda í skipu­lags­mál­um, sem ef til vill mætti kalla „vax­andi rót­tækni“ eins og borg­ar­stjóri lýs­ir af­stöðunni til lofts­lags­mála, hef­ur skilað sér í því að bílaum­ferð er far­in að ein­kenn­ast af mikl­um töf­um á ákveðnum tím­um dags­ins. Bent hef­ur verið á hið aug­ljósa, að þessu verði að mæta með greiðari göt­um, til dæm­is mis­læg­um gatna­mót­um og frek­ar fleiri ak­rein­um en færri. Borg­ar­yf­ir­völd hafa hins veg­ar brugðist við æ verra ástandi með „vax­andi rót­tækni“ sem sýn­ir sig meðal ann­ars í því að þrengja göt­ur og hafna því að gerð verði mis­læg gatna­mót, jafn­vel þó að ríkið sé til­búið að standa straum af kostnaði við þau. Ástæðan fyr­ir þessu virðist vera sú, eng­in önn­ur skýr­ing er mögu­leg, að borg­ar­full­trú­ar meiri­hlut­ans séu á móti einka­bíl­um. Slík far­ar­tæki falli ein­fald­lega ekki að þeirri vax­andi rót­tækni sem ein­kenn­ir stefnu borg­ar­yf­ir­valda, sem vilja sjá borg­ar­búa stíga út úr einka­bíln­um og inn í stræt­is­vagna, sem bráðlega á að setja á stera og kalla borg­ar­línu, með tug­millj­arða kostnaði hið minnsta.“

Davíð telur að meirihlutinn í borgarstjórn þurfi að átta sig á staðsetningu Íslands á hnettinum þar sem hér sé ekki alltaf sól og blíða:

„…á Íslandi er ekki alltaf sól og blíða og þegar fara þarf á milli nokk­urra staða hér og þar í borg­inni, til dæm­is að sækja börn í leik­skóla, fara í versl­an­ir eða sækja marg­vís­lega þjón­ustu, þá get­ur verið afar óþægi­legt og tíma­frekt að þurfa að skipta oft um strætó eða ganga lang­ar vega­lengd­ir frá stoppistöð að áfangastað. Í hlýrri lönd­um og borg­um, til dæm­is Ósló eða Kaup­manna­höfn, að ekki sé talað um borg­ir enn sunn­ar í Evr­ópu, horfa mál allt öðru­vísi við. Borg­ar­full­trú­ar í Reykja­vík verða hins veg­ar að átta sig á því hvar borg­in þeirra er á jarðar­kringl­unni áður en þeir fara að skipu­leggja.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?