fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Eyjan

Alþingi kært til Vinnueftirlitsins – Inngrips lögreglu krafist vegna næturvinnu

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 27. maí 2019 13:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orkan okkar, hagsmunasamtök sem berjast gegn innleiðingu á þriðja orkupakkanum, hafa lagt fram kæru til Vinnueftirlitsins vegna „yfirstandandi brota“ á Alþingi, á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Mbl.is greinir frá.

Er óskað eftir því að Vinnueftirlitið eða lögreglan grípi til aðgerða vegna þessa.

Miðflokkurinn, sem barist hefur gegn þriðja orkupakkanum, hefur með málþófi sínu dregið störf þingsins um eina viku, þar sem ekki komast önnur mál á dagskrá á meðan og umræður standa yfir fram eftir morgni.

Ekki Miðflokknum að kenna

Birgir Örn Steingrímsson, einn talsmanna Orkunnar okkar, sagði aðspurður hvort það væri ekki Miðflokknum að kenna að vinnutími Alþingis hefði riðlast með þeim hætti sem raun ber vitni, að svo væri ekki:

„Þingmenn eiga að geta rætt sín hugðarefni í vinnunni, á eðlilegum tíma. Það er skrítið að það sé hægt að láta fólk vinna á þessum tímum. Það væri vel hægt að fresta þessu máli,“

segir Birgir, sem taldi betra að skera á hnútinn með þeim hætti, frekar en að Miðflokkurinn hætti málþófi sínu.

Í andstöðu við lögin

Í tilkynningu Orkunnar okkar segir:

„Nú hag­ar svo til að nefnda- og þing­fund­ir á Alþingi hafa staðið yfir nán­ast sam­fellt sól­ar­hring­um sam­an. Fundað er á víxl í nefnd­um og í þing­inu, hvíld­ar­laust. Störf Alþing­is eru um þess­ar mund­ir í and­stöðu við Lög um aðbúnað, holl­ustu­hætti og ör­yggi á vinnu­stöðum, einkum IX kafla lag­anna um hvíld­ar­tíma, frí­daga og há­marks­vinnu­tíma. Lög­boðinn 11 klst. hvíld­ar­tími er óra­fjarri því að vera virt­ur.

Lög þessi eru vita­skuld ekki sett að til­efn­is­lausu.  Mik­il­vægt er að starfs­menn, ekki síst alþing­is­menn, geti haldið fullri ein­beit­ingu við störf sín og bíði ekki tjón á heilsu sinni. Þá er einnig að því að hyggja að aðilar sem hags­muna eiga að gæta og al­menn­ing­ur hafi tök á að fylgj­ast með umræðunni í raun­tíma.

Málið er sér­stak­lega al­var­legt í ljósi þess að um sjálf­an lög­gjaf­ann er að ræða og með því hátta­lagi sem hér er vísað til er gefið í skyn að lög­um þurfi bara að fylgja þegar hent­ar.“

Undanþegnir lögum

Í lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum frá 1980, segir að ákvæðið  um hvíldartíma, frídaga og hámarksvinnutíma gildi ekki um „æðstu stjórnendur eða aðra þá sem ráða vinnutíma sínum sjálfir“, sem heimfæra mætti upp á Alþingismenn.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“