fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Eyjan

Björn Bjarnason: „Miðflokksmenn eru betri og meiri Íslendingar en allir aðrir“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 24. maí 2019 13:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, og einn helsti talsmaður innleiðingu þriðja orkupakkans, hnýtir í Miðflokkinn í pistli á heimasíðu sinni í dag sem ber heitið Miðflokksmönnum fjarstýrt frá Noregi. Vísar Björn í norskar fréttir um málþóf Miðflokksins vegna þriðja orkupakkans:

„Eðlilegt er að Norðmenn fylgist af nokkrum áhuga með málþófinu sem miðflokksmenn hafa stofnað til hér á landi. Allar tafir á að íslensk stjórnvöld standi við EES-skuldbindingar sínar í þessu máli valda Norðmönnum erfiðleikum. Okkur er Acer þó ekki skylt eins og Norðmönnum sem selja orku um sæstreng.“

Málþóf tilraun til sjálfsstyrkingar

Þá setur Björn Klausturmálið í samhengi við orkupakkann:

„Miðflokksmenn drógu alþingi niður í svaðið með framgöngu sinni á Klausturbar 20. nóvember 2018. Nokkrir úr hópi þeirra sáu sér þá þann kost vænstan að gera hlé á þingsetu sinni á meðan hneykslisalda fór um samfélagið. Líta verður á atlöguna að heilbrigðri skynsemi á alþingi núna sem tilraun miðflokksmanna til sjálfstyrkingar eftir skammdegisáfallið. Kjarni málflutnings þeirra er þessi: Miðflokksmenn eru betri og meiri Íslendingar en allir aðrir. Þetta segja þeir sem dansa eftir norskri pípu hver við annan í þingsalnum nótt eftir nótt.“

Sigmundur meiri Íslendingur en aðrir

Þá segir Björn um Sigmund Davíð:

„Þegar Sigmundur Davíð fór í framboð vorið 2013 sem verðandi forsætisráðherra fór hann í viðtal á Þingvöllum við FréttablaðiðBlaðamaðurinn var með fána með sér. Var hann dreginn að húni á Lögbergi og Sigmundur Davíð stillti sér upp fyrir forsíðumyndina. Þarna birtist sama dómgreindarleysið og í þingsalnum nú, að Sigmundur Davíð sé meiri Íslendingur en aðrir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”