fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Óttast að úrskurður Persónuverndar letji almenning við að fletta ofan af stjórnmálamönnum

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 23. maí 2019 15:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halldór Auðar Svansson, fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata og talsmaður Báru Halldórsdóttur í Klausturmálinu, gagnrýnir úrskurð Persónuverndar í málinu, þar sem tímalengd upptökunnar sé gerð að úrslita atriði.

Fram kom í máli Ölmu Tryggvadóttur, sérfræðings í persónurétti, á Vísi.is, að lengdin á upptökunni hefði gengið of nærri friðhelgi einkalífs þingmannanna og að dómurinn væri fordæmisgefandi.

Halldór Auðar telur að dómurinn muni aftra fólki í að fletta ofan af athæfi stjórnmálamanna, þar sem það sé afar matskennt hvað sé of langur tími og hvað ekki:

„Lengdin er sumsé úrslitaatriði. Vandinn er hins vegar að það virðist nokkuð matskennt atriði. Hvenær getur fólk verið visst um að það sé réttu megin línunnar og hvenær ekki? Ég er persónulega hræddur um að á meðan þetta er ekki skýrt frekar þá muni fólk forðast það alfarið að nota svona aðferðir til að fletta ofan af athæfi stjórnmálamanna. Eða þá hreinlega sleppa því að koma fram.“

Rétt hjá Báru

Halldór Auðar telur hinsvegar að Bára hafði gert rétt í að stíga fram undir nafni:

„Ég tel hins vegar að þrátt fyrir allt hafi það ekki verið mistök hjá Báru að koma fram til að láta reyna á lagalegu hliðina og á það hversu langt Klaustursþingmenn eru tilbúnir að ganga í því að skjóta sendiboðann (svarið við því er annars – alla leið, nokkrum sinnum fram og til baka)“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?