fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Björn Leví: „Ég styð ákvörðun Ásmundar í þessu“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 23. maí 2019 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vildi ekki verða við beiðni Hringbrautar í gær um að afhenda, eða opinbera, akstursdagbækur sínar, sem er grundvöllurinn fyrir endurgreiðslu Alþingis á aksturspeningum þingmanna.

Ásmundur sagði það ekki koma neinum við hvern hann væri að heimsækja og hitta.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, var talin af Siðanefnd Alþingis hafa brotið siðareglur þingmanna þegar hún sagði í Silfrinu að rökstuddur grunur væri fyrir því að Ásmundur hefði stundað fjárdrátt, með því að sækjast eftir endurgreiðslu vegna aksturs sem ekki taldist hluti af starfi þingmanns.

Í fullum rétti

Björn Leví Gunnarsson, sem kallað hefur eftir rannsókn Alþingis á akstursgreiðslum til þingmanna, ekki síst til Ásmundar, segist styðja Ásmund í að birta ekki akstursdagbækurnar, en Björn Leví sakaði Ásmund einnig um fjárdrátt í sama máli:

„Ég styð ákvörðun Ásmundar í þessu. Auðvitað á hann ekki að þurfa að birta þessar upplýsingar. Hvort sem það eru einhverjar viðkvæmar upplýsingar þar eða ekki. Skrifstofa Alþingis á heldur ekki að birta þær. Það sem ætti hins vegar að birtast eru almennar upplýsingar um slíkar endurgreiðsluferðir.“

Björn segir að akstursdagbækur innihaldi upplýsingar sem eigi ekki erindi við almenning:

„Auðvitað neitar hann að afhenta akstursdagbækurnar. Það væri óeðlilegt að afhenta þær því „ef þú hefur ekkert að fela“ á ekkert við hérna. Ástæðan er að þingmenn hitta auðvitað fullt af trúnaðarfólki og í mörgum tilvikum á slíkt ekkert erindi við almenning. Það er að segja, jú, þær upplýsingar ættu erindi til almennings auðvitað en tilefnið er ekkert endilega tortryggilegt þó hittingurinn sjálfur geti verið það. Nokkurn vegin allt sem þingmenn gera eiga erindi við almenning, en ekki sjálfkrafa vegna þess að þingmenn gera ýmislegt sem krefst trúnaðar. Fá upplýsingar eða ábendingar, og í þeirri stöðu væri þingmaður að verja trúnað.“

Rannsókn tekur af allan vafa

Ítrekar Björn Leví mikilvægi þess að málið verði rannsakað, það gæti einnig verið Ásmundi í hag:

„Það getur nefnilega vel verið að rannsókn leiði í ljós sakleysi eða geti ekki sannað sekt (nema kannski í málunum um endurgreiðslu vegna ÍNN og notkunar á eigin bíl gegn reglum). Í þeim aðstæðum nýtur Ásmundur auðvitað vafans.

Tilefni fyrirspurna minna er oft orðrómur um að eitthvað sé svona eða hinsegin. Eina leiðin til þess að eyða slíkum orðróm er gagnsæi. Að sýna að orðrómurinn er ekki sannur eða jafnvel að hann eigi rétt á sér. En jafnvel ef orðrómur um óhóflegar starfsgreiðslur eigi sér einhverjar stoðir þá þýðir ekki endilega að það séu óeðlilegar útskýringar á því. Það er algerlega nauðsynlegt, ef það á að byggja upp traust, að elta allar slíkar grunsemdir. Að rannsaka þær og uppræta, þá með því að axla ábyrgð eða með því að sýna fram á að vantraustið var óverðskuldað.

Þess vegna er rannsókn líka mikilvæg. Til þess að sýna hvort það er. Til þess að byggja upp traust. Til þess að sýna að það sé ekkert misferli og ef það er, að fólk axli ábyrgð. Þess vegna er rétt að biðja um rannsókn líka, hvor sem niðurstaðan verður, þá er alltaf rétt að biðja um að svona mál séu skoðuð ofan í kjölinn. Að um það ríki fullkomin sátt um að ekkert sé falið, enginn útúrsnúningur, engin spilling.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð