fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Eyjan

Bjarni Benediktsson sagður ætla að hætta í stjórnmálum í haust

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 22. maí 2019 11:13

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þá er því haldið fram að Bjarni Benediktsson vilji alls ekki rugga bátnum. Hann er sagður undirbúa brottför úr stjórnmálum, jafnvel strax í haust. Hann vill stíga niður sem ráðherra og geta haldið því fram að hér ríki stöðugleiki þó horfur í þjóðarbúskapnum séu hreint ekki góðar. Bjarni mun vera orðinn „hundleiður“ á stjórnmálavafstrinu, eins og einn þingmaður flokksins sagði við okkur. Lái honum hver sem vill!“

Þetta segir pistlahöfundurinn Náttfari á Hringbraut, en Björn Ingi Hrafnsson á Viljanum telur að Helgi Magnússon fjárfestir, sem nýlega gaf út ævisögu sína, mundi þar lyklaborðið. Helgi er einn af stofnendum Viðreisnar og hefur mikil tengsl inn í viðskiptalífið og stjórnmál.

Náttfari segir að baráttan standi þá á milli Þórdísar Kolbrúnar Gylfadóttur og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, um formannssætið:

„Flokkseigendur Sjálfstæðisflokksins, með Bjarna í fararbroddi, ætla sér að gera Þórdísi Kolbrúnu Gylfadóttur að formanni. Hvað sem það kostar. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra á ekki upp á pallborðið hjá þeim eins og kunnugt er. Hins vegar er Guðlaugur Þór sjálfsagður arftaki Bjarna þegar litið er á pólitíska reynslu og klókindi. Þórdísi skortir reynslu þó hún hljóti að teljast efnileg og líklegur leiðtogi flokksins síðar.“

Er bakland Guðlaugs Þórs sagt geta skipt sköpum í slíkum formannsslag:

„Í sumar verður svo boðað til landsfundar þar sem Bjarni stígur niður og víkur fyrir nýjum formanni. Hann mun í kjölfarið hætta á Alþingi og hverfa úr ríkisstjórn. Á landsfundi verður kosið á milli Guðlaugs Þórs og Þórdísar Kolbrúnar. Það gætu orðið lífleg átök. Guðlaugur Þór er með svo öflugt bakland í flokknum að engin mun geta komið í veg fyrir að hann verði kosinn næsti formaður Sjálfstæðisflokksins – nokkuð örugglega.“

Engin ástæða til að hætta

Bjarni svaraði því í viðtali í Þjóðmálum í október, sem Eyjan fjallaði um, hvort hann væri að íhuga að hætta í stjórnmálum. Ekki var að sjá fararsnið á honum þá, en sjö mánuðir eru langur tími í pólitík:

„Þú spyrð hversu lengi ég ætli að vera og við þeirri spurningu er svarið að meðan maður brennur fyrir verkefnum sínum og þeim breytingum sem maður vill sjá verða er engin ástæða til að hætta. Ég fékk góða kosningu á síðasta landsfundi og ég hef haft þá reglu að setja verkefni mín á hverjum tíma í forgang og hleypa ekki hugsunum um annað að. Ég held að um leið og ég færi að velta því fyrir mér hversu lengi ég ætlaði að vera eða hvort ég ætti að fara að hætta og fara að gera eitthvað annað, þá fjaraði krafturinn út í öllu því sem ég er að gera í dag. Það er enn margt sem mig langar til að koma í framkvæmd og ég ætla því að geyma mér allar vangaveltur um það hversu lengi ég held áfram.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna