Þingfundur hófst í gærdag klukkan 15, en lauk ekki fyrr en 5:42 í morgun. Næsti þingfundur er settur klukkan 13.30 í dag. Þingmenn Miðflokksins einokuðu ræðupúlt Alþingis, þar sem rætt var um þriðja orkupakkann, en þetta er í annað skipti sem Miðflokkurinn grípur til málþófs um málið á skömmum tíma, því í síðustu viku stóð þingfundur til 6:18 þegar rætt var um orkupakkann. Síðastur á mælendaskrá að þessu sinni var Jón Þorvaldsson.
Tók Miðflokkurinn ofanverða mynd við lok þingfundar og sögðust þá fyrst vera komna á skrið:
„Þingfundi var frestað 05:42 eða um það bil þegar okkar fólk var að komast almennilega á skrið í umræðu um þriðja orkupakkann.“
Sjá einnig: Málþóf Miðflokksins sem náði undir morgun fer í metabækurnar – „Þó voru þeir rétt að byrja“