fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Jón Þór er æfur út í forsætisnefnd: „Skammist ykkar“ – Nefndin ætlar ekki að rannsaka áreitni Ágústs Ólafs

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 18. maí 2019 12:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Sæl, forsætisnefnd Alþingis. Lesið og skammist ykkar, lesið svo aftur og grípið boltann frá fjölmiðlakonunni sem þingmaður áreitti,“ skrifar Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, en honum mislíkar mjög að forsætisnefnd Alþingis skuli ekkert ætla að hafast í máli þingmannsins Ágústs Ólafs Ágústsson sem sneri aftur á þing fyrir skömmu eftir leyfi sem hófst í desember. Ágúst Ólafur hefur játað á sig óviðegandi framkomu í garð blaðmannsins Báru Huldu Beck, er þau ræddu saman á ritstjórn Kjarnans að næturþeli síðastliðið sumar, eftir að þau höfðu hist í miðbæ Reykjavík.

Ágúst Ólafur reyndi ítrekað að kyssa Báru Huld og jós yfir hana svívirðingum er hún vildi ekki þýðast hann. Bára Huld kvartaði yfir honum til Samfylkingarinnar og Ágúst Ólafur ákvað að taka sér leyfi frá þingstörfum. Hann baðst innilega afsökunar á framkomu sinni og fór í áfengismeðferð.

Bára Huld Beck hefur sjálf ritað grein í Kjarnann um forsætisnefnd Alþingis þar sem hún tekur meðal annars fyrir þetta mál. Jón Þór hvetur forsætisnefnd til að lesa greinina og skammast sín. Í greininni segir Bára Huld meðal annars:

For­­­sæt­is­­­nefnd hafði einnig til með­­­­­ferðar erindi um brot Ágústs Ólafs Ágústs­­­son­­­ar, þing­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, á siða­regl­u­m ­­fyrir alþing­is­­­menn vegna kyn­­­ferð­is­­­legs áreiti hans. Á mán­u­dag­inn síð­ast­lið­inn birti for­­­sæt­is­­­nefnd nið­­­ur­­­stöðu sína en þar kemur fram að fyr­ir­liggj­andi erindi gefi ekki til­­­efni til frek­­­ari athug­unar af hennar hálf­­­u.

Einn nefnd­ar­maður for­sætis­nefnd­ar­inn­ar, Jón Þór Ólafs­­son þing­­maður Pírata, ­gagn­rýn­di aftur á móti þá ákvörðun for­­sæt­is­­nefndar að túlka meinta kyn­­ferð­is­­lega áreitni ekki sem brot á siða­­reglum og jafn­­framt bóka að erindið gefi ekki til­­efni til frek­ari ­at­hug­un­­ar.

„Slík máls­­með­­­ferð vekur ekki traust á að for­­sæt­is­­nefnd ætli að virða vilja Alþingis varð­andi kyn­­ferð­is­­lega áreitni sem eru skelfi­­leg skila­­boð að senda konum og þeim sem hafa orðið fyrir kyn­­ferð­is­­legri áreitn­i,“ segir Jón Þór í bókun sinni við afgreiðslu nefnd­ar­innar á mál­inu.

Þetta er annað dæmi um ákvörðun sem vert er að staldra við, þ.e. að þing­maður hafi við­ur­kennt að hafa áreitt aðra mann­eskju kyn­ferð­is­lega og fengið áminn­ingu frá flokki sínum en að for­sætis­nefnd hafi ekki talið til­efni til frek­ari athug­unar á mál­inu.

Undir grein Báru Huldar stendur þessi athugasemd:

Þess ber að geta að höf­undur er blaða­mað­ur­inn sem Ágúst Ólafur Ágústs­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, áreitti kyn­ferð­is­lega en málið fór fyrir for­sætis­nefnd eins og fram kemur í grein­inn­i. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð