fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Vigdís Hauksdóttir líkir trúverðugleika borgarstjóra við listaverk í Breiðholti – „Allt í klessu“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 15. maí 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjavík, gekk fram á framúrstefnuleg listaverk í Breiðholti, sem eru hluti af sýningarröðinni Hjólið, sem er á vegum Myndhöggvarafélags Reykjavíkur, í tilefni af 50 ára afmæli félagsins. Listaverkin eru við hjóla- og göngustíga borgarinnar og eru hluti af sýningunni Úthverfi, sem er annar áfangi í röð fimm sýninga í sumar,

Vigdís tók myndir af verkunum og líkir þeim við trúverðugleika Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra:

„Þessi „nýju listaverk“ í Breiðholti eru í anda trúverðugleika borgarstjóra eftir alla áfellisdóma eftirlitsstofnana ríkisins yfir borginni
= allt í klessu“

Deilur um ársreikninga

Vigdís stendur í miklum styr við borgarstjóra þessa dagana, ásamt öðrum  fulltrúum minnihlutans, vegna ársreikninga borgarinnar.

Trausti Fannar Valsson, dósent í stjórnsýslurétti við HÍ, hefur gert álitsgerð um málið, sem var skilað 22.apríl og átti að vera gerð opinber á fundi borgarstjórnar í gær, en við það var ekki staðið. Hún er heldur ekki á dagskrá borgarráðsfundar á morgun, en minnihlutinn heldur því fram að innihaldi hennar sé vísvitandi haldið leyndu framyfir undirskrift ársreikninga Reykjavíkurborgar og hafa því sett fyrirvara við undirritun sína, með vísun í álitsgerðina.

Óvissa er með réttarfarsleg áhrif undirritunar ársreiknings Reykjavíkurborgar og hafa Sjálfstæðismenn í borgarstjórn einnig sagst ætla að setja fyrirvara við undirritun þeirra, þar sem þeir samþykki ekki gjörðir sem kunni að vera ólögmætar, eins og framúrkeyrsluna á bragganum og Hlemmi Mathöll.

Samkvæmt minnisblaði frá fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar, jafngildir undirritun ársreiknings samþykki á öllum fjárútlátum borgarinnar, líka þeim sem fóru langt fram úr áætlun. Með undirritun væri minnihlutinn því að samþykkja braggamálið, Hlemm Mathöll, Félagsbústaði og öll hin verkefnin sem farið hafa framúr áætlunum í kostnaði.

Samkvæmt sveitarstjórnarlögum er óheimilt að greiða fyrir verk án heimildar og hafa fulltrúar minnihlutans sagt að með undirritun væri verið að setja fordæmi fyrir óheimilum fjárútlátum í framtíðinni.

Sjá einnig: Kolbrún Baldursdóttir:„SKRIFAÐU UNDIR OG ÞEGIÐU eru skilaboðin frá meirihlutanum“

Sjá einnig: Vigdís Hauksdóttir:„Þetta er pólitísk kúgun“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð