fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Eyjan

Auðun Freyr hafnar eineltisásökunum og kærir Morgunblaðið og blaðamann þess fyrir siðanefnd

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 15. maí 2019 09:37

Auðun Freyr Mynd-Félagsbústaðir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auðun Freyr Ingvarsson, sem sagði af sér sem framkvæmdastjóri Félagsbústaða í fyrra í kjölfar framúrkeyrslu við framkvæmdir, var sakaður um eineltistilburði af þremur fyrrverandi starfsmönnum Félagsbústaða í Morgunblaðinu um síðustu helgi.

Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjavík, tók málið upp og sagði að málið hefði verið þaggað niður innan borgarkerfisins. Hefur Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkurinn og Flokkur fólksins kallað eftir úttekt vegna meintra eineltistilburða innan Félagsbústaða.

Sjá nánar: Vigdís Hauksdóttir um eineltið:„Málið var þaggað niður“

Sjá nánar: Félagsbústaðir fóru 330 milljónir framúr áætlunum við endurbætur – Framkvæmdastjórinn sagði af sér

Hafnar alfarið ásökunum

Auðun sendi Morgunblaðinu yfirlýsingu sem birtist í morgun. Þar segir Auðun til dæmis, að hann hafi þurft að gæta þess að starfsfólkið væri ekki að nýta eigur fyrirtækisins, sem og það þyrfti að sinna vinnuskyldu sinni, og einhverjir gætu hafa upplifað það sem einelti:

„Mál sem þessi hafa margar hliðar. Það var meðal annars hlutverk mitt sem framkvæmdastjóri Félagsbústaða að gæta þess að eigur fyrirtækisins væru nýttar í þágu þess en ekki starfsfólks, að starfsfólk sinnti vinnuskyldu sinni samkvæmt ráðningarsamningi og bæri hag fyrirtækisins fyrir brjósti í störfum sínum. Hjá félaginu komu því miður upp atvik þar sem framkvæmdastjóri þurfti að taka á málum þar sem þessu var ekki til að dreifa. Það kann að vera að einhverjir upplifi afskipti af slíkri framkomu sem einelti.“

Þá hafnar Auðun alfarið slíkum eineltisásökunum og kallar eftir könnun óháðs aðila:

„Fyrir mína parta hafna ég alfarið ásökunum í þá veru og myndi fagna því ef fram færi könnun óháðs aðila á því hvort frásögn þessara einstaklinga eigi við rök að styðjast. Í því samhengi væri tilvalið að ræða við fleiri en þá sem sagt hefur verið upp störfum hjá félaginu, líkt og gert er í umfjöllun Morgunblaðsins.“

Kærir til siðanefndar Blaðamannafélagsins

Auðun hefur kært blaðamann Morgunblaðsins fyrir fréttina sem og ritstjórn Morgunblaðsins:

„Rétt er að fram komi að í tengslum við fyrri umfjöllun hef ég kært blaðamanninn sem skrifaði ofangreinda frétt og ritstjórn Morgunblaðsins til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands fyrir brot á siðareglum blaðamanna. Mér fannst það því mjög óviðeigandi þegar umræddur blaðamaður hafði við mig í sambandi við vinnslu fréttarinnar og óskaði eftir viðtali síðastliðinn fimmtudag. Ég hafnaði því að sjálfsögðu enda mál mitt gegn honum og ritstjórn blaðsins enn í ferli hjá siðanefnd Blaðamannafélags Íslands. Ég hvatti hann hins vegar til að birta innsenda grein sem ég sendi blaðinu fyrir um tveimur mánuðum síðan í tilefni fyrri skrifa hans og sat þar óbirt. Einnig hvatti ég hann til að birta yfirlýsingu starfsfólks Félagsbústaða sem send var Morgunblaðinu um svipað leyti, en situr þar enn óbirt. Ég kýs að tjá mig ekki frekar um þessi mál að sinni en fagna því að hægt sé að kæra aðför af því tagi sem hér um ræðir til óháðs aðila og hlakka til að sjá niðurstöðu siðanefndar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum