fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Eyjan

Vigdís Hauksdóttir: „Þetta er pólitísk kúgun“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 14. maí 2019 09:20

Mynd:DV/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjavík, sagðist í morgun vera beitt þrýstingi til að undirrita ársreikninga Reykjavíkur á borgarstjórnarfundi. Er hún ósammála túlkun fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar á því hvort heimildir hafi verið fyrir framúrkeyrslu borgarinnar í framkvæmdum á bragganum og Mathöllinni á Hlemmi, í ársreikningi:

„Við í minnihlutanum erum beitt miklum þrýstingi til að undirrita ársreikning Reykjavíkur á borgarstjórnarfundi í dag. Í framhaldi af lögbrotum sem hafa átt sér stað hjá borginni að borga reikninga sem ekki var búið að veita heimildir fyrir bæði í Bragganum og Mathöll á Hlemmi kom fjármálaskrifstofa borgarinnar fram með þá skoðun að með undirritun ársreiknings væru heimildir veittar. Þessu er ég algjörlega ósammála – enda ef túlkunin væri slík þá þyrfti ríkið ekki að setja sér fjárlög og sveitarfélög ekki að samþykkja fjárhagsáætlanir.“

Vigdís segir að Dagur B. Eggertsson sé vísvitandi að koma sér undan því að birta lögfræðiálit sem taki á þessu máli:

„Fyrir nokkru síðan var skilað inn til borgarinnar lögfræðiáliti sem tekur á þessari túlkun. Ég þrábað um að fá álitið á síðasta borgarráðsfundi sem haldinn var s.l. fimmtudag, en svör borgarstjóra voru þau að álitið yrði kynnt að viku liðinni – þ.e. þegar ársreikningur hefur verið borinn upp á borgarstjórnarfundi og málið yfirstaðið.“

Vigdís segir að um samsæri sé að ræða, kerfið spili allt með og þetta sé pólitísk kúgun:

„Kerfið spilar allt með – en allir sjá að þetta stenst enga skoðun. Álitið fjallar um þennan túlkunarágreining. Til að bíta höfuðið af skömminni var okkur borgarfulltrúum send greinargerð í gær frá ytri endurskoðendum Reykjavíkur, að beiðni fjármálaskrifstofu, og það ítrekað að við kjörnir fulltrúar verðum að skrifa undir ársreikninginn samkvæmt lögum – sama hvað. Þetta er pólitísk kúgun.“

Undirskrift háð skilmálum

Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins, hefur áður sagt að ársreikningar borgarinnar séu „ansi mikið fegraðir“ og sagði í samtali við Eyjuna að hún hefði ráðfært sig við endurskoðanda vegna málsins:

„Það stendur styr um hvað undirskriftirnar þýða í raun; hvort það sé lögbrot að skrifa ekki undir og svo framvegis. Það eru ansi margar hliðar á þessu og sennilega aldrei verið eins mikil læti í kringum ársreikning borgarinnar. Ég hef ráðfært mig við endurskoðanda og mun skrifa undir aðeins ef ég get vísað í fyrirvara, bókun sem birt verður í fundargerð þar sem ég tjái mig um efnislegt innihald,“

segir Kolbrún.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK