fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Davíð Oddsson segir endalok Sjálfstæðisflokksins ekki endilega vera „harms­efni“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 14. maí 2019 13:59

Davíð Oddsson, hættir sem ritstjóri Morgunblaðsins á árinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og þaulsetnasti forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins, segir í leiðara dagsins að endalok Sjálfstæðisflokksins sé ekki endilega „harmsefni“.

Hann minnist á orð heilbrigðisráðherra, um að þungunarrofsfrumvarpið sem samþykkt var í gær, hafi komið úr ranni Sjálfstæðisflokksins, en það virðist ekki vera Davíð að skapi, þótt hann segi fátt koma sér á óvart núorðið.

Svandís sagði á Alþingi í gær að frumvarpið hefði upphaflega komið frá Kristjáni Þór Júlíussyni, þáverandi heilbrigðisráðherra:

„Þegar ég kom inn í heil­brigðisráðuneytið lá þar fyr­ir skýrsla sem var beðið um af hæst­virt­um sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, þá heil­brigðisráðherra, Kristjáni Þór Júlí­us­syni, þar sem frum­varp af þessu tagi var lagt til með mjög ein­dregn­um og fag­leg­um hætti. Þessi skýrsla lá á borðinu þegar ég kom að í ráðuneyt­inu og mér þótti ein­boðið að færa niður­stöðu nefnd­ar­inn­ar til Alþing­is vegna þess að það er Alþingi sem á að taka ákvörðun um þessa hluti en ekki ráðherr­ann einn og sjálf­ur.“

Þess má geta að Kristján Þór var í nokkurri andstöðu við þingflokk sinn í gær, þar sem hann samþykkti frumvarpið, líkt og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Þórdís Kolbrún Gylfadóttir, dómsmálaráðherra var erlendis, en sagðist styðja málið einnig. Formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, var andvígur frumvarpinu.

Sjá nánar: Meirihluti landsmanna styður þungunarrofsfrumvarpið – Hvernig kaus þinn þingmaður ?

Vekur nokkra undrun

Davíð segist nokkuð hissa á því að slíkt frumvarp hafi komið frá Sjálfstæðisflokknum, en aftur á móti komi fátt á óvart núorðið:

„Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigðisráðherra seg­ir að fóst­ur­eyðing­ar­lög­in, sem eru önn­ur af tveim­ur af­mæl­is­gjöf­um flokks­for­ystu til fólks­ins síns, séu kom­in úr Val­höll, her­búðum þess flokks. Það vek­ur nokkra undr­un, þótt viður­kenna megi að það sé fátt sem veki undr­un nú orðið. Upp­finn­inga­menn hafa lengi reynt að finna upp ei­lífðar­vél­ina og ekki tek­ist. Stjórn­mála­flokk­ar eru ekki ei­líf­ir og hafi þeir ekki leng­ur fyr­ir neinu að berj­ast stytt­ist í til­ver­unni og þýðir ekki að fár­ast yfir því. Enda þarf það í sjálfu sér ekki endi­lega að vera harms­efni.“

Davíð hefur verið hallur undir boðskap Miðflokksins og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar undanfarin misseri og ár, meðan hann hefur margsinnis gagnrýnt Sjálfstæðisflokkinn og Bjarna Benediktsson, allt frá því að Icesave var og hét.

Davíð er andstæðingur þriðja orkupakkans og virðist fjarlægjast Sjálfstæðisflokkinn með hverjum leiðara og Reykjavíkurbréfi. Þess má geta að einn forvera Davíðs á Morgunblaðinu, Styrmir Gunnarsson, hefur skrifað um að verði orkupakkinn samþykktur, gæti það leitt til klofnunar Sjálfstæðisflokksins, sem hann síðar dró aðeins í land með.

Ljóst er að þungunarfrumvarpið er Sjálfstæðisflokknum erfitt, en kannski ekki jafn erfitt og orkupakkinn gæti orðið.

Miðað við slík skrif hjá Davíð gagnvart þungunarrofsfrumvarpinu, gætu einhverjir spáð því að hann segði sig úr Sjálfstæðisflokknum þegar orkupakkinn verður samþykktur, en tíminn einn mun leiða það í ljós.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?