fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Eyjan

Mikil fjölgun á rafmagnsbílum og tengiltvinnbílum hér á landi

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 8. maí 2019 11:24

Um sex prósent bílaflota landsmanna eru hreinorkubílar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrstu rafmagnsbílarnir voru nýskráðir hér á landi árið 2010. Síðan hefur þeim fjölgað hratt og hafa nú samtals 1.893 rafmagnsbílar verið skráðir, samkvæmt frétt á vef Félags Íslenskra Bifreiðareigenda sem vísar í gögn úr Árbók Bílgreinasambandsins.

Þá voru alls 1.333 metanbílar skráðir á sama tímabili, en þeir komu fyrst hingað til lands árið 2009. Árið 2014 komu svokallaðir tengiltvinnbílar á markað og hefur aukningin verið mest í slíkum bílum, er varðar nýskráningar.

Alls var 691 tengiltvinnbíll skráður árið 2016 og 1.380 bílar árið eftir, sem er 200% fjölgun milli ára. Alls eru 2.957 slíkir bílar hér á landi.

„Síðastliðin ár hafa sífellt fleiri bílaframleiðendur einbeitt sér að framleiðslu rafmagns- og tengiltvinnbíla, úrvalið hefur aukist mikið og er viðbúið að það muni aukast enn frekar á komandi árum. Það sem helst ræður úrslitum um fjárfestingu neytenda í rafbílum er drægni og verð bílsins. Með aukinni framleiðslu mun verð líklega lækka og með frekari tækniþróun eykst drægni,“

segir í frétt FÍB.

Meðalaldur bílaflotans

Meðalaldur bílaflota landsins hefur farið lækkandi undanfarin ár, en hækkaði lítillega á síðasta ári. Árið 2017 var meðalaldurinn 12.3 ár, en hækkaði upp í 12.4 ár í fyrra, en miðað er við alla skráða fólksbíla, hvort sem þeir eru í notkun eða ekki.

Meðalaldurinn er 9.91 ár þegar aðeins eru taldir skráðir fólksbílar í notkun.

Mesta fjölgunin var í flokki bifreiða sem var yfir 20 ára, en þeir voru samtals 40. 594 talsins, sem er 24 prósenta fjölgun frá árinu 2017.

Fjölgunin í yngsta aldursflokknum, 0-5 ára, var 12.5 prósent og eru þeir bílar alls 89.900 talsins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”