fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Eyjan

Vill frekari takmörkun á hámarkshraða hjólreiðarmanna: „Ekki spurning um hvort það verður slys heldur hvenær“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 3. maí 2019 09:08

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í Reykjavík, lagði til á fundi borgarráðs í gær að settar yrðu hjólreiðareglur um hámarkshraða. Í bókun hennar kemur fram að með hækkandi sól aukist umferð hjólandi, gangandi og hlaupandi og fjölmörg dæmi séu um að hjólreiðarmenn fari sér of geyst:

„Fjölmörg dæmi eru um að hjólreiðamenn hjóla allt of hratt þegar þeir fara fram úr öðrum hjólreiðarmönnum og gangandi vegfarendum. Margir hjólreiðarmenn eru t.d. með hundinn sinn sér við hlið. Dæmi eru um að hjólreiðamenn hafi þotið fram hjá á ca 60 km+. Hvað gerist t.d. ef 80 kg  hjólreiðamaður lendir á fólki eða dýrum á 60 km hraða? Ástandið er þannig víða að það er ekki spurning um hvort það verður slys heldur hvenær,“

segir Kolbrún í bókun sinni.

Hún nefnir sérstaklega staði eins og í kringum Klapparberg og Víðidal, þar sem mjög blint sé að sunnanverðu vegna trjágróðurs:

„Engu að síður hjóla sumir á ógnarhraða og tekur hiklaust fram úr öðrum á ógnarhraða. Ástandið í Víðidal er alvarlegt hvað þetta varðar. Hér verður að grípa til aðgerða með hraðahindrunum, hámarkshraða og að aðskilja keppnishjólreiðar og gangandi vegfarendur.“

Umferðarreglur gilda fyrir alla

Hjólreiðarmenn þurfa að fara eftir almennum umferðarreglum, bæði á umferðargötum sem og á hjólreiðarstígum. Vandinn er að hjólreiðarstígar á Íslandi eru einnig fyrir gangandi vegfarendur og því getur skapast sú hætta sem Kolbrún nefnir, þó svo hjólreiðamenn sem Eyjan talaði við nefni að fátítt sé að ná allt að 60 kílómetra hraða á göngustígum.

Hinsvegar megi vel skoða að aðskilja keppnishjólreiðar, en þá þurfi að setja fjármagn í slíkar lausnir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum