fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Eyjan

Bjarni segir skuldasöfnun Isavia gagnvart WOW ekki ríkisaðstoð: „Þetta er viðskipta­leg ákvörðun“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 3. maí 2019 15:00

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir við mbl.is í dag að hann hafi ekki fulla yfirsýn yfir afleiðingar úrskurðar héraðsdóms Reykjaness í máli Isavia og ALC, en hann telji þó að stjórn Isavia hafi fært ágætis rök fyrir því  hvernig staðið var að málum gagnvart WOW air og þeirri skuld sem safnaðist, sem nam rúmlega tveimur milljörðum króna.

Í gær komst Héraðsdómur Reykjaness að þeirri niðurstöðu að Isavia hafi ekki verið heimilt að krefja bandaríska flugleigufélagið ALC um andvirði heildarskuldar WOW air, heldur aðeins þess hluta skuldar viðkomandi flugvélar sem Isavia samdi um að kyrrsetja sem veð, eða alls 87 milljóna króna.

„Það virðist vera að það sé ein­hverri túlk­un háð, hver verða næstu skref. Báðir aðilar virðast vera að velta því fyr­ir sér fyr­ir sitt leyti hvað ger­ist næst, þannig að ég held að við verðum aðeins að bíða og sjá hvernig úr þessu spil­ast, til þess að kom­ast að niður­stöðu um það hvernig maður á að meta stöðuna,“

segir Bjarni við mbl.is og segist hafa verið meðvitaður um skuldastöðuna í lengri tíma.

Viðskiptaleg ákvörðun

Hvort eðlilegt hafi verið fyrir Isavia að safna slíkri skuld hjá félagi sem barðist í bökkum, sagði Bjarni:

„Mér finnst að stjórn Isa­via hafi fært ágæt­is­rök fyr­ir því hvernig á mál­inu var haldið. Þetta er viðskipta­leg ákvörðun sem menn standa frammi fyr­ir, hvernig eigi að taka á því þegar að viðskipta­menn fé­lags­ins standa ekki í skil­um og í þessu til­viki var þessi leið far­in. Við þekkj­um dæmi um það í sög­unni að það hafi verið gripið til trygg­ingaráðstaf­ana gagn­vart fé­lög­um sem hafa lent í van­skil­um. Það er sömu­leiðis gert ráð fyr­ir því í lög­um að menn geti gripið til slíkra ráðstaf­ana og um fram­kvæmd þess var deilt í þess­um úr­sk­urði þannig að já, mér finnst að stjórn­in hafi fært góð rök fyr­ir sinni af­stöðu og því hvernig tekið var á þessu máli.“

Bjarni segir það einnig hafa fylgt sögunni þegar stjórnin útskýrði afstöðu sína, að Isavia gæti kyrrsett eina vél WOW air, sem tryggingu fyrir skuldinni:

„Jú jú, eins og gert er ráð fyr­ir í lög­un­um.“

Þá bendir blaðamaður Bjarna á að þau lög virðast ekki halda, nema upp að vissu marki, samanber dóminn í gær:

„Það er það sem að við bíðum end­an­legr­ar niður­stöðu með. Mér sýn­ist, meðal ann­ars af frétt­um í gær, að það sé ein­hverj­um vafa und­ir­orpið hvernig úr því muni spil­ast. En að sjálf­sögðu, ef að lög eru eitt­hvað óskýr um þetta efni kall­ar það á viðbrögð og það get­ur verið viss skell­ur, en á móti kem­ur, til dæmi, að óbein­ar tekj­ur af rekstri flug­fé­lags­ins WOW frá því að það lenti í van­skil­um nema gríðarlega háum fjár­hæðum sem er sjálfsagt að taka með í reikn­ing­inn, vilji menn kom­ast að niður­stöðu með það hvaða áhrif ákv­arðana­taka stjórn­ar Isa­via hef­ur haft heilt yfir.“

Skuldasöfnun ekki ríkisaðstoð

Bjarni heldur því einnig fram að ríkið hafi með engum hætti rétt WOW air hjálparhönd, þó svo að Isavia ohf., sem strangt til tekið er ríkisfyrirtæki, hafi leyft slíka skuldasöfnun, sem nefnd var „yfirdráttarlán“ í stjórnarsamþykkt Isavia, líkt og um bankastofnun/lánastofnun væri að ræða:

„Það er eng­in ákvörðun sem er tek­in hjá stjórn Isa­via að viðskipta­menn þeirra lendi í van­skil­um, held­ur er það ein­hver staðreynd sem menn standa frammi fyr­ir, það er ekki ákvörðun um lán­veit­ingu eða rík­is­styrk, held­ur er það viðskipta­leg staða sem skap­ast við þetta hluta­fé­lag. Fé­lagið stend­ur frammi fyr­ir því að viðskipta­menn þess geti ekki staðið í skil­um og þá þarf að taka viðskipta­lega ákvörðun um það, hvernig eigi að bregðast við.“

Sjá einnig: Isavia leyfði skuld WOW að magnast – Vildu ekki stuðla að gjaldþroti félagsins

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”