fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Ástþór Magnússon um vinnubrögð Isavia: „Hætta er á að orðstír Íslands stórskaðist“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 2. maí 2019 09:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástþór Magnússon, sem er einn þeirra er standa að verkefninu Flyicelandic um stofnun lággjaldaflugfélags, segir að stjórnvöld þurfi að stöðva óeðlilega viðskiptahætti Isavia. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ástþóri og Nordine Ouabdesselam, fyrrverandi aðstoðarforstjóra fjármálasviðs Airbus:

„Hætta er á að orðstír Íslands stórskaðist á næstunni á alþjóða vettvangi ef ISAVIA kemst upp með að halda því til streitu að allar skuldir WOWair við Keflavíkurflugvöll greiðist af óviðkomandi aðila. Flugvélasalar, bankar og flugvélaleigur fylgjast grannt með þessu máli enda getur það leitt til að Ísland lendi í ruslflokki þegar kemur að leigu og sölu flugvéla til Íslands.

Flugvélaleigusalar og bankar sem fjármagna flugvélakaup eru hneykslaðir á fréttum um kyrrsetningu Airbus þotu sem WOW air var með á leigu og sem ISAVIA neitar að afhenda til eigenda nema allar skuldir þessa gjaldþrota flugfélags við Keflavíkurflugvöll séu gerðar upp af þriðja aðila. Einnig skuldir sem ekkert tengjast viðkomandi flugvél,“

segir í tilkynningunni.

Ísland stefni í ruslflokk

Þá er fréttaflutningur um dulbúnar hótanir eigenda ALC, sem leigði WOW vélina sem Isavia kyrrsetti, sagður mikil einföldun á staðreyndum og vinnubrögð Isavia gagnrýnd frekar:

„Slík vinnubrögð sem ISAVIA hefur viðhaft í þessu máli þekkist varla á í hinum vestræna heimi. Ísland hefur hingað til verið talið öruggt viðskiptaland. En það getur breyst á einni nóttu og líklegt að við lendum í ruslflokki þegar kemur að leigu og sölu flugvéla til Íslands.

Spánn er eitt þeirra örfáu landa sem hafa beitt viðlíka aðgerðum og ISAVIA og þær aðgerðir hafa haft alvarlegar afleiðingar fyrir spánska flugrekstraraðila sem hafa þurft að greiða hærri leigugjöld, sértækar tryggingar gegn kyrrsetningu véla og í sumum tilfellum verið útilokaðir frá því að fá leigu eða fjármögnun á farþegaþotum. Slíkt eykur rekstarkostnað flugvélaga sem á endanum leiðir til hækkunar farmiðaverðs.“

Ísland verði leiðandi á sínu sviði

Ástþór segir að Ísland geti að nýju orðið leiðandi í útleigu flugvéla:

„Á Íslandi var unnið mikið brautryðjendastarf þegar Loftleiðir gerðust leiðandi í lágjaldastefnu milli Evrópu og Bandaríkjanna. Íslenskir flugrekstaraðilar voru um árabil leiðandi í útleigu flugvéla. Nágrannaþjóð okkar Írland er nú orðið leiðandi í flugvélaleigu. Íslendingar með okkar góða orðstír í flugi gætum með einföldum aðgerðum tekið slíka forystu aftur.

Við skorum á Íslensk stjórnvöld að beita þeim aðgerðum sem þarf til að stöðva óeðlilega viðskiptahætti á Keflavíkurflugvelli. Einnig bendum við á að þar sem athygli atvinnugreinarinnar beinist nú að Íslandi í tengslum við ISAVIA málið skapast þar tækifæri að snúa vörn í sókn og skapa það lagalega rekstrarumhverfi sem þarf til að laða til Íslands alþjóðlegar flugvélaleigur og þá þúsundi milljarða sem þeirri starfsemi fylgir.“

Hugmyndin að baki Flyicelandic

Á heimasíðu FLyicelandic segir að stefnan sé að fylla upp í það skarð sem WOW air skyldi eftir sig við gjaldþrot félagsins. Með samhentu átaki sé það hægt:

„Hugmyndin með FlyICELANDIC er að koma saman fólki og fyrirtækjum sem vilja gerast þátttakendur í nýju flugfélagi sem farþegar, fjárfestar, og samstarfsaðilar. Fyrrverandi starfsmenn WOWair geta skráð áhuga á að starfa með FlyICELANDIC.

Með samhentu átaki vonumst við til að hægt verði að fylla uppí það skarð sem myndaðist í íslenskum flugsamgöngum við fall WOWair.

FlyICELANDIC hefur engin tengsl við fyrrum WOWair en við höfum áratuga reynslu í flugrekstri og aðgang að Airbus flugvélaflota sem leggur áherslu á plastlaust flug. Markmið okkar er að aðstoða íslenska ferðaþjónustu og fyrrum starfsmönnum WOWair að komast aftur í loftið á öruggum starfsgrundvelli.

FlyICELANDIC getur annaðhvort orðið að nýju flugfélagi eða vildarklúbbi í samstarfi við nýtt eða starfrækt flugfélag.  Við kynnum spennandi nýjungar m.a. EcoMiles blockchain sem eru flugmílur á heildsöluverði sem þátttakendur geta nýtt til útgáfu og sölu farmiða innan fjölskyldu, fyrirtækis eða á samfélagsmiðlum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Klappir og ICR í samstarf

Klappir og ICR í samstarf
Eyjan
Fyrir 1 viku

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“