fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Styrmir spáir að orkupakkanum verði frestað: „Þetta pólitíska frumkvæði Sigurðar Inga vekur vonir“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 23. apríl 2019 16:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins, skrifaði um þriðja orkupakkann í Kjarnann um páskana, hvar hann segir mikilvægt að leitað sé „sáttar og niðurstöðu sem almenningur trúir og treystir að gæti hags­muna þjóð­ar­innar í bráð og lengd.“

Skapar sérstöðu

Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins og einn helsti forystumaðurinn í baráttunni gegn innleiðingu orkupakkans, túlkar þessi orð Sigurðar Inga sem svo að Framsókn sé fyrstur stjórnarflokkanna til að skapa sér sérstöðu um málið.

Styrmir veltir vöngum yfir hvað þetta þýði varðandi næstu skref Framsóknarflokksins og telur jafnvel að þingflokkurinn muni beita sér fyrir því að tefja fyrir málinu á Alþingi:

„Nú eftir að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur stigið fyrstu skrefin til þess að skapa sér og flokki sínum sérstöðu vegna Orkupakka 3 frá ESB má spyrja: Hvað næst ? Líklegt má telja, í ljósi orða hans sjálfs að innan þings muni Framsókn leggja áherzlu á að þingið flýti sér hægt. Sigurður Ingi segir að þeim tíma sé vel varið, sem fari í að leita sátta og einingar. Hann segir líka að þingmenn eigi að hlusta á raddir fólksins í landinu. Þetta getur í fyrsta lagi þýtt að Framsóknarmenn muni beita áhrifum sínum til þess að málið verði ekki keyrt í gegnum þingið á þeim hraða, sem fyrstu upplýsingar af sameiginlegum fundi þingflokks stjórnarflokkanna í Ráðherrabústaðnum fyrir nokkrum vikum bentu til að stefnt væri að.“

Frestun eða óskhyggja ?

Þá nefnir Styrmir einnig að málinu verði hugsanlega frestað fram á haust, en meirihluti baklands Framsóknarflokksins, sem og hinna stjórnarflokkanna tveggja, er sagður í mikilli andstöðu við vilja þingmanna sinna og því er ekki endilega um óskhyggju hjá Styrmi að ræða, sem telur þetta frumkvæði Sigurðar Inga vísbendingu um að ekki sé allt tapað enn:

„Í öðru lagi gæti þetta bent til þess að Framsóknarmenn mundu reyna að fá málinu frestað fram á haustið. Nú munu allra augu beinast að þingmönnum Framsóknarflokksins og hvað þeir segja og gera og segja ekki og gera ekki. Það skiptir máli fyrir þann flokk í þeirri baráttu, um fylgi ákveðins hóps kjósenda, sem þeir eiga í við Miðflokkinn. Og þetta pólitíska frumkvæði Sigurðar Inga vekur vonir hjá andstæðingum þessa máls um að stjórnarflokkarnir sjái að sér.“

Mikilvægt að leita sáttar

Sigurður Ingi sagði í grein sinni á Kjarnanum um þriðja orkupakkann:

„En (því það er alltaf eitt­hvert en) það eru uppi miklar deilur um það sem nefnt hefur verið þriðji orku­pakk­inn og felst í frek­ari inn­leið­ingu á orku­til­skip­unum Evr­ópu­sam­bands­ins. Hefur rík­is­stjórnin reynt að koma til móts við þá sem harð­ast hafa gagn­rýnt pakk­ann með þings­á­lykt­un­ar­til­lögu sem og fleiru sem á að taka af allan vafa um að orku­auð­lindir Íslands verði undir yfir­ráðum Íslend­inga og engra ann­arra. Þrátt fyrir álit fjöl­margra lög­spek­inga þá hefur ekki náðst að sann­færa meiri­hluta þjóð­ar­innar um að nóg sé að gert með þeim fyr­ir­vörum sem kynntir hafa ver­ið.

Segja má að umræður um orku­pakk­ann séu hat­ramm­ar. Er það að mörgu leyti skilj­an­legt enda um eitt af fjöreggjum íslensku þjóð­ar­innar að ræða og lík­lega sú auð­lind sem á eftir að skipta mestu máli fyrir lífs­gæði kom­andi kyn­slóða. Það er því mik­il­vægt að leitað sé sáttar og nið­ur­stöðu sem almenn­ingur trúir og treystir að gæti hags­muna þjóð­ar­innar í bráð og lengd.“

Skynsamlega sagt

Segir Styrmir að með þessu hafi Sigurður Ingi sett „gult ljós“ á orkupakkann, sem sé skref í rétt átt:

„Sigurður Ingi lýsir umræðum um málið á þann veg að þær séu „hatrammar“ en bætir því við að það sé „skiljanlegt“ og því sé „mikilvægt að leitað sé sáttar og niðurstöðu, sem almenningur trúir og treystir að gæti hagsmuna þjóðarinnar í bráð og lengd.“ Þetta er skynsamlega sagt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá
Eyjan
Í gær

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“