Ráðhús Reykjavíkur var venju samkvæmt lokað um páskana. Það virtist þó koma koma mörgum á óvart hversu ófagmannlega var staðið að tilkynningum þess efnis og greip árvökull vegfarandi til þess ráðs að taka mynd af fyrirbærinu, líklega í forvarnarskyni.
Splæst var í tvö A4 blöð þar sem tilkynnt var um lokunina. Merkilegt nokk var það þó ekki leturgerðin sem fór fyrir brjóstið á saklausum áhorfendum, heldur stafsetningin og orðalagið.
Minnst átta málfræði- og stafsetningarvillur eru í textanum, sem þó er ekki mjög langur. Segja gárungar að líklega sé um Evrópumet að ræða, en elstu menn muna það þó ekki nægilega vel.
Getur þú fundið allar villurnar?