fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Eyjan

Lögfræðingur um orkupakkann: „Veld­ur laga­legri óvissu og geng­ur gegn hags­mun­um þjóðar­inn­ar“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 23. apríl 2019 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyjólfur Ármannsson, lögfræðingur hjá LLM, ritar grein í Morgunblaðið í dag um þriðja orkupakkann, sem er heitasta kartaflan í stjórnmálum í dag. Að mati Eyjólfs fela þeir fyrirvarar sem stjórnvöld starfa eftir, í sér óvissuferð gagnvart eftirfylgni við EES-samninginn, og hefur samningurinn ekkert gildi fyrir Ísland.

Í grein­ar­gerð þings­álykt­un­ar­til­lög­unn­ar um inn­leiðingu ESB-gerðanna segir:

 „Verði þessi til­laga samþykkt verður reglu­gerð (EB) nr. 713/​2009 [um Sam­starfs­stofn­un­ina] inn­leidd í ís­lensk­an rétt með hefðbundn­um hætti en með laga­leg­um fyr­ir­vara um að grunn­virki sem gera mögu­legt að flytja raf­orku milli Íslands og orku­markaðar ESB verði ekki reist eða áætluð nema að und­an­geng­inni end­ur­skoðun á laga­grund­velli reglu­gerðar­inn­ar og komi ákvæði henn­ar sem varða teng­ing­ar yfir landa­mæri ekki til fram­kvæmda fyrr en að þeirri end­ur­skoðun lok­inni. Þá verði jafn­framt tekið enn frek­ar og sér­stak­lega til skoðunar á vett­vangi Alþing­is hvort inn­leiðing henn­ar við þær aðstæður sam­ræm­ist ís­lenskri stjórn­ar­skrá.“

Eyjólfur Ármannsson

Eyjólfur segir að þessi klausa sé „rýr“ en athyglisverð þar sem hún feli í sér óvissu:

„Sjá má að laga­fyr­ir­var­inn fel­ur í sér vafa­sama lög­fræðilega loft­fim­leika og óvissu­ferð gagn­vart eft­ir­fylgni við EES-samn­ing­inn en fyr­ir­var­inn á að setja skorður við að með inn­leiðingu gerðar­inn­ar geti Ísland orðið hluti innri orku­markaðar­ins. Gerðin fel­ur í sér framsal á full­veldi og stjórn­skipu­leg álita­efni og á Alþingi að krefjast nán­ari upp­lýs­inga um inn­leiðing­una. Reglu­gerð um raf­orku­viðskipti yfir landa­mæri er sögð hafa ekki þýðingu hér á landi.

Stjórn­völd ætla því að inn­leiða í lands­rétt ESB-gerðir sem hvorki að stór­um hluta er ætlað að hafa gildi né hafa gildi á Íslandi. Hér er um að ræða reglu­verk sem lít­ur að helstu nátt­úru­auðlind þjóðar­inn­ar. Allt ber þetta að sama brunni; þriðji orkupakk­inn hef­ur ekki gildi hvað Ísland varðar enda landið ekki hluti af innri raf­orku­markaði ESB. Grund­vall­ar­atriði er að þetta komi skýrt fram í ákvörðun sam­eig­in­legu EES-nefnd­ar­inn­ar. Það myndi af­stýra óvissu í EES-sam­starf­inu, sem hef­ur verið far­sælt fyr­ir Ísland og mik­il sátt um.“

Þá segir Eyjólfur að höfnun á þriðja orkupakkanum muni ekki setja aðild Íslands að EES-samningnum í uppnám:

„Alþingi ber að hafna þings­álykt­un­ar­til­lög­unni og til­kynna það sam­eig­in­legu EES-nefnd­inni. Slík málsmeðferð ógn­ar ekki aðild að EES- samn­ingn­um enda í fullu sam­ræmi við ákvæði hans. Ótti við slíkt er hættu­leg­ur sam­starf­inu. Stór hluti þriðja orkupakk­ans hef­ur ekki gildi fyr­ir Íslandi líkt og orku­mála­stjóri ESB og ut­an­rík­is­ráðherra hafa lýst yfir og mik­il­vægt er að það komi fram í ákvörðun sam­eig­in­legu EES-nefnd­ar­inn­ar. Nefnd­in færi varla að kom­ast að öðrum skiln­ingi enda sitja þar und­ir­menn ráðherr­ans og orku­mála­stjór­ans; sendi­herr­ar Íslands, Nor­egs og Liechten­stein EFTA-meg­in og full­trúi fram­kvæmda­stjórn­ar ESB. Þetta yrði í fyrsta sinn í 25 ára sögu EES-samn­ings­ins sem hinn stjórn­skipu­legi fyr­ir­vari væri nýtt­ur og máli vísað aft­ur til nefnd­ar­inn­ar, enda í fyrsta sinn sem ætl­un­in er að færa helstu nátt­úru­auðlind Íslands und­ir er­lent eft­ir­lit og reglu­verk innri raf­orku­markaðar ESB sem landið er ekki hluti af.“

Eyjólfur nefnir einnig að loðið orðalag sé ekki útskýrt varðandi sérstöðu Íslands og ónauðsynlega byrði:

„Í sam­eig­in­leg­um skiln­ingi ut­an­rík­is­ráðherra og orku­mála­stjóra ESB kem­ur fram að vegna sér­stöðu Íslands með ein­angraðs dreifi­kerfi raf­orku hafi stór hluti ákvæða þriðja orkupakk­ans hvorki gildi né raun­hæfa þýðingu hér­lend­is. Vegna aðstæðna á Íslandi seg­ir einnig: „Þess vegna hent­ar hið sér­staka fyr­ir­komu­lag fyr­ir Ísland, sem sam­eig­in­lega EES-nefnd­in samþykkti, þar sem kom­ist er hjá allri ónauðsyn­legri byrði, best fyr­ir ís­lensk­ar aðstæður.“ Óljóst er hvaða „sér­staka fyr­ir­komu­lag fyr­ir Ísland“ nefnd­in samþykkti en hana er ekki að sjá í ákvörðun henn­ar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Össur segir Þorgerði farna að hallast til hægri – „Hún smó undan sem fugl á flugi“

Össur segir Þorgerði farna að hallast til hægri – „Hún smó undan sem fugl á flugi“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Trúverðugleiki Miðflokksins

Orðið á götunni: Trúverðugleiki Miðflokksins
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma