fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Eyjan

Gunnar Smári: „Ótrúlegt pakk sem á þetta fyrirtæki“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 23. apríl 2019 14:30

Gunnar Smári Egilsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heildsölu- og framleiðslufyrirtækið ÍsAm (Íslenska Ameríska) boðaði um helgina hækkun á öllum vörum sínum ef nýundirritaðir kjarasamningar verði samþykktir af félagsmönnum. Hefur þessi ákvörðun mætt mikilli andstöðu fólks, sem keppist um að tilkynna á samfélagsmiðlum, að það ætli sér að sniðganga vörur frá fyrirtækinu, en ÍsAm á Mylluna, Ora, Frón og Kexsmiðjuna, auk þess sem það flytur inn margar þekktar vörur til landsins.

Gunnar Smári Egilsson, sósíalistaforingi, telur upp vörurnar sem hann og formaður Eflingar þurfi að neita sér um, sem hann segir vera lítið mál, eða  „pís of cake.“

Hann fer síðan ófögrum orðum um eigendur ÍsAm í kjölfarið, en eignarhaldsfélagið Kristinn er skráður eigandi fyrirtækisins. Eigandi Kristins ehf. er Guðbjörg Matthíasdóttir og fjölskylda, sem einnig er stærsti eigandi Árvakurs, sem gefur út Morgunblaðið:

„Samkvæmt þessu þarf Sóley að neita sér um Frón-kremkex, sem hún biður um þrisvar á ári (og kallar Djúp og breið, en það lag var sungið þegar hún fór í sunnudagaskóla í Hallgrímskirkju á öðru ári áður en börnunum var boðið upp á kremkex. Þetta er vona nostalgískur komfí food hjá Sóley). Davíð þarf að neita sér um Innocent-safa með eplum og hindberjum og ég þarf að neita mér um Finn Crisp-rúghrökkbrauð og dijonsinnep frá Maille. Þetta er pís of keik. Ótrúlegt pakk sem á þetta fyrirtæki; lið sem sölsað hefur undir sig auðlindir almennings, heldur úti léttfasísku rausi Davíðs Oddssonar á Mogganum, notar auðlindarentuna til að kaupa upp fyrirtæki í verslun, þjónustu og iðnaði og beitir valdi sínu til að vinna gegn baráttu almennings fyrir bættum lífskjörum. Það er svo blindað af auð og valdi að það heldur að það komist upp með hvað sem er. Og byggir það af reynslu síðustu áratuga. Við getum sent þeim skilaboð með því að hætta að kaupa vörurnar frá Íslensk ameríska, efla baráttutæki almennings og hrekja þetta lið síðan frá völdum í næstu kosningum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”