fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Eyjan

Guðmundur Franklín: „Sjá þetta lítilmenni, það kann ekki að skammast sín og hefur enga sómakennd“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 17. apríl 2019 15:37

Guðmundur Franklín

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og DV greindi frá í dag þá lenti Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, í munnlegu áreiti í Hagkaupum í Garðabæ í fyrrakvöld, hvar hipster í andlegu ójafnvægi hrópaði ókvæðisorðum á borð við „Samfylkingardrulla“ að þingmanninum.

Sjálfstæðismaðurinn Guðmundur Franklín Jónsson, fyrrverandi forsetaframbjóðandi og stofnandi Hægri grænna, virðist taka við kyndli hipstersins orðljóta, í umfjöllun sinni um nafna sinn, á Facebook í dag.

Guðmundur er hluti af Orkunni okkar, hópi fólks sem berst gegn innleiðingu þriðja orkupakkans. Eyjan greindi frá því í vikunni að rekja mætti hluta af nafnlausu bréfi sem gekk um samfélagsmiðla til Guðmundar, en í bréfinu var fjallað um eignir eiginkonu og tengdafjölskyldu utanríkisráðherra, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar í því skyni að gera stöðu Guðlaugs tortryggilega gagnvart þriðja orkupakkanum.

Guðlaugur hrakti málflutninginn sjálfur og sagði hann bera vitni um „málefnafátækt þeirra sem berðust gegn þriðja orkupakkanum með öðru en rökum.“

Guðmundur er þó hvergi af baki dottinn og kallar Guðmund Andra lítilmenni fyrir að samþykkja þriðja orkupakkann:

„Sjá þetta lítilmennni, sem ræðst að gömlu fólki og ætlar það vitleysinga. Sjá þetta lítilmenni sem ræðst að einkafyrirtæki úr pontu Alþingis. Sjá þetta lítilmenni sem talar niðrandi um geðfatlaða. Sjá þetta lítilmenni sem ætlar að fara að samþykkja Orkupakka 3 og ræna komandi kynslóðir framtíðinni. Sjá þetta litilmenni, það kann ekki að skammast sin og hefur enga sómakennd, Baugspenninn sjálfur……Litilmennið sagði ma.: „Svona leit hann þá út, reiði maður­inn í at­huga­semda­kerf­un­um. Kannski var þetta veik­ur maður en það sem vall upp úr hon­um var sami reiðilest­ur­inn og við get­um dag­lega séð á net­miðlum og heyrt skötu­hjú­in á Útvarpi Sögu draga upp úr viðmæl­end­um sín­um til að eitra hugi ves­al­ings gamla fólks­ins sem hef­ur ekki leng­ur Sagna­slóð í út­varp­inu að hlusta á.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“