fbpx
Þriðjudagur 14.janúar 2025
Eyjan

Inga Sæland fær stuðning frá Ólafi og Karli Gauta

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 15. apríl 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, þingmenn Miðflokksins, hyggjast báðir styðja þingsályktunartillögu Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um innleiðingu þriðja orkupakkans.

Ólafur og Karl Gauti voru báðir reknir úr Flokki fólksins vegna Klausturmálsins.

„Ég er hlynntur því að þjóðin taki ákvarðanir í málum af þessu tagi og er þess vegna fylgjandi tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu. Stuðningur við tillöguna er háður því að slík atkvæðagreiðsla væri skynsamlega útfærð,“

sagði Ólafur við Eyjuna.

Karl Gauti var á svipuðum nótum og sagði Miðflokkinn styðja allar slíkar tillögur, sama hvaðan þær kæmu:

„Ef tillagan kemur á dagskrá mun ég styðja hana já. Við munum styðja allar slíkar tillögur tel ég, sama hvaðan þær koma.“

Miðflokkurinn og Flokkur fólksins eru einu flokkarnir á Alþingi hvers þingmenn leggjast alfarið gegn innleiðingunni, meðan stjórnarflokkarnir eru sagðir ganga þvert gegn vilja baklandsins í málinu.

Þjóðin fái að tala

Í greinagerð tillögu Ingu Sæland segir að almennningur fái ekki að tjá skoðun sína á málinu með þjóðaratkvæðisgreiðslu, þar sem forseti Íslands muni ekki geta synjað málinu staðfestingar þar sem ekkisé um lagafrumvarp að ræða og því leggi hún það til að Alþingi samþykki tillögu sína:

„Fyrirhuguð innleiðing þriðja orkupakkans hefur valdið miklum deilum í samfélaginu. Með umræddri þingsályktunartillögu er verið að leggja til að reglur Evrópusambandsins um orkumál séu teknar upp í EES-samninginn. Innleiðing EES-gerða í EES-samninginn fer fram með þingsályktun um afléttingu stjórnskipulegs fyrirvara. Þar sem um þingsályktun er að ræða hefur forseti Íslands ekki synjunarvald eins og gildir um lagafrumvörp. Því hefur almenningur ekki færi á að hvetja forseta með undirskriftasöfnun eða öðrum hætti til að synja málinu staðfestingar og leggja það þar með í þjóðaratkvæði. Flutningsmaður telur því nauðsynlegt að málið fari í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu eftir nánari reglum laga um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna, nr. 91/2010.
Samkvæmt 4. gr. laga um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna skal þjóðaratkvæðagreiðsla fara fram í fyrsta lagi þremur mánuðum og í síðasta lagi einu ári eftir að þingsályktunartillaga hefur verið samþykkt á Alþingi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir fréttir af fylgistapi Flokks fólksins stórlega ýktar því Maskína og fjölmiðlar gleymi mikilvægri staðreynd

Segir fréttir af fylgistapi Flokks fólksins stórlega ýktar því Maskína og fjölmiðlar gleymi mikilvægri staðreynd
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Katrín, Reimar og Salvör endurvekja félag frá sjötta áratugnum

Katrín, Reimar og Salvör endurvekja félag frá sjötta áratugnum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Björn ráðinn framkvæmdastjóri hjá Íþróttasambandi fatlaðra

Jón Björn ráðinn framkvæmdastjóri hjá Íþróttasambandi fatlaðra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Reiðin er vondur ráðgjafi – Hver ætlar að segja fúlu körlunum sem töpuðu kosningunum það?

Orðið á götunni: Reiðin er vondur ráðgjafi – Hver ætlar að segja fúlu körlunum sem töpuðu kosningunum það?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Svandísi líta framhjá mikilvægu atriði sem átt hafi þátt í falli VG

Segir Svandísi líta framhjá mikilvægu atriði sem átt hafi þátt í falli VG