fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Hver tekur við af Höskuldi hjá Arion banka ? – Þessir hafa verið nefndir til sögunnar

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 15. apríl 2019 11:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Höskuldur H. Ólafsson sagði starfi sínu lausu sem bankastjóri Arion banka í síðustu viku eftir níu ára þjónustu. Brynjólfur Bjarnason, stjórnarmaður Arion banka, sagði þetta góðan tímapunkt fyrir Höskuld til að láta af störfum og að ákvörðun hans yrði virt, en bankinn skilaði verstu afkomunni af þremur stærstu viðskiptabönkunum fyrir árið 2018, en hinir tveir eru í eigu ríkisins.

Bankinn hefur tapað miklu fé á gjaldþroti  WOW air og Primera air sem og kísilverksmiðjunnar United Silicon, en Höskuldur þverneitar fyrir að hafa verið beittur þrýstingi til að hætta, eða hann hafi verið rekinn.

Mun Höskuldur láta af störfum um næstu mánaðarmót og er það í höndum stjórnar að finna eftirmann hans, en líklegt má telja að staðan verði auglýst.

Hver hreppir hnossið ?

Nokkur nöfn hafa helst verið nefnd varðandi hverjir gætu tekið við af Höskuldi. Samkvæmt heimildum Eyjunnar er ekki ólíklegt að „hausaveiðarar“ Arion banka muni horfa helst til tæknimiðaðs einstaklings með alþjóðlega reynslu og viðunandi menntun sem sé jafnframt vel tengdur í íslensku viðskiptalífi.

Voru eftirfarandi nefndir til sögunnar af viðmælendum Eyjunnar í viðskiptalífinu:

  • Ólafur Jóhann Ólafsson – Aðstoðarforstjóri Time Warner fjölmiðlarisans í Bandaríkjunum og áður aðstoðarforstjóri Sony. Ólafur er mikils metinn stjórnandi með mikla alþjóðlega reynslu og sambönd, en hyggst láta af störfum hjá Time Warner þegar af samruninn við AT&T gengur í gegn, sem er um þessar mundir.  Ólafur er þó sagður vilja koma heim til Íslands og sinna ritstörfum og því óvíst hvort bankastjórastaðan freisti hans, en hann mun fá um 1.6 milljarða króna í sinn hlut þegar samruninn er genginn í gegn.
  • Lýður Þór Þorgeirsson – Tók við stöðu framkvæmdastjóra fjárfestingasviðs Arion banka í október 2017. Var áður hjá Gamma og er með B.Sc. gráðu í rafmagns- og tölvuverkfræði frá Háskóla Íslands og MBA gráðu frá MIT Sloan School of Management auk þess að hafa lokið löggildingu í verðbréfamiðlun.
  • Sigurður Viðarsson– Forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar (TM) síðan 2007. Þykir nútímalegur og með puttann á púlsinum varðandi tækniþróun í tryggingabransanum, sem ætti að teljast honum til tekna sem bankastjóri, en bankar horfa í síauknum mæli til tæknilausna í rekstri sínum.
  • Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason – Yfirmaður lögfræðisviðs Kviku (áður MP banka) síðan 2012. Aðstoðaði Bjarna Benediktsson við losun fjármagnshafta og hlaut lof fyrir störf sín, en Ásgeir er bróðir Þórdísar Kolbrúnar, ráðherra ferðamála,- iðnaðar,- nýsköpunar,- og dómsmála.
  • Liv Bergþórsdóttir– Stýrði Nova af röggsemi og kom fyrirtækinu í fremstu röð á sínu sviði. Þykir einkar fær stjórnandi og markaðsmanneskja sem nýtur mikillar virðingar, en stjórnarformennska hennar hjá WOW air og skortur á hagfræðimenntun gæti unnið gegn henni.
  • Friðrik Snorrason– Var forstjóri Reiknistofu bankanna þar til í lok janúar, er hann tók við forstjórastöðu Viss ehf. Þykir afar hæfur, en nýleg ráðning hans til Viss gæti sett strik í reikninginn.
  • Ármann Þorvaldsson – Tók við sem forstjóri Kviku fjárfestingabanka í apríl 2017. Er litaður af fortíð sinni sem framkvæmdastjóri Kaupþings Singer & Friedlander í Bretlandi fyrir hrun, en er að gera ágætis hluti hjá Kviku, sem samkvæmt uppgjöri fyrsta ársfjórðungs 2019 skilar tæpum milljarði í hagnað, fyrir skatt, samkvæmt afkomutilkynningu.
  • Katrín Ólafsdóttir – Lektor við Háskólann í Reykjavík. Sótti um stöðu seðlabankastjóra og þykir nokkuð líkleg til að fá þá stöðu, en hún hefur setið í peningastefnunefnd Seðlabankans.
  • Jón G. Jónsson – Forstjóri bankasýslu ríkisins síðan 2011. Hefur alþjóðlega reynslu frá tíma sínum hjá Merrill Lynch í New York, Hong Kong og Lundúnum og státar einnig af lögfræði- og hagfræðimenntun. Jón sótti um stöðu seðlabankastjóra á dögunum.
  • Ásgeir Jónsson -Dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands. Sótti um stöðu aðstoðarseðlabankastjóra sem og stöðu seðlabankastjóra og þykir líklegur til að sækjast eftir bankastjórastöðu Arion banka einnig.
  • Árni Þór Þorbjörnsson – Framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans. Er lögfræðingur frá Háskóla Íslands með diplóma í rekstrar- og viðskiptafræði. Hlaut löggildingu í Corporate Finance frá Securities & Investment Institute í London árið 2005. Starfað í Landsbankanum frá árinu 1996.
  • Aðalsteinn Jóhannsson – Stofnandi og fyrrverandi forstjóri Beringer Finance, núverandi stjórnarformaður og stærsti hluthafi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Klappir og ICR í samstarf

Klappir og ICR í samstarf
Eyjan
Fyrir 1 viku

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“