fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Eyjan

Ástþór Magnússon vill koma að rekstri nýs flugfélags

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 14. apríl 2019 19:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástþór Magnússon, athafnamaður og margreyndur forsetaframbjóðandi, hefur boðið fram aðstoð sína til þess að koma að endurreisn WOW air, eða uppbyggingu nýs lággjaldarflugfélags. Þetta kemur fram í bréfi Ástþórs til huldufélagsins hluthafi.com, sem Eyjan hefur undir höndum.

Ekki er vitað hverjir standa að síðunni hluthafi.com, en þar býðst almenningi að koma að endurreisn WOW air eða stofnun nýs lággjaldaflugfélags. Er tekið fram að ekki sé um fyrrverandi starfsmenn WOW að ræða.

Fjórir félagar með flugflota

Í bréfinu segist Ástþór tala fyrir hönd fjögurra manna sem sé með flota af Airbus flugvélum ásamt þremur rekstrarleyfum. Ekki hafi verið hlustað á hans fyrri tilboð, en hann gæti verið snöggur til ef takist að koma saman öflugum hluthafahópi:

„Til hamingju með síðuna hluthafi.com. Vil gjarnan koma á framfæri að ég gæti aðstoðað með Airbus flugvélar ef ykkur tekst að koma saman fjármögnun fyrir nýtt félag. Við erum 4 félagar sem gætum hugsanlega komið að flugrekstar hlutanum, erum með flota af Airbus vélum og 3 flugrekstarleyfi, og reglubundin flug í Evrópu og til bandaríkjanna.

Ég kannaði þetta svolítið þegar Wow féll og gat þá verið með 4 Airbus 321 vélar sem hægt væri að setja í verkefnið með stuttum fyrirvara. Mín hugmynd var að starfsmenn gamla Wowair myndu stofna nýtt WOWAIR sem myndi sjá um markaðsmál, sölu flugmiða og þjónustu við farþega. Ég og mínir félagar myndum stofna WOWCRAFT sem tæki að sér sjálfan flugreksturinn og legði til vélarnar. Þannig yrði kannski auðveldar að komast í gang aftur fyrir starfsfólk WOW með nýtt félag. Hinsvegar komu engin viðbrögð frá Íslandi til að koma þessu í loftið. Við getum hinsvegar brugðist skjótt við ef þið komið öflugum hluthafa- og vinnuhóp saman kannski í samvinnu við ferðaþjónustuaðila á Íslandi sem þekkja vel til markaðssetningar á landinu og gætu séð um þann hlutann.

Með kveðju
Ástþór Magnússon“

Ítrekuð aðstoð

Ástþór hafði áður sent samskonar bréf hvar hann lýsti yfir áhuga sínum til að fjárfesta í WOW air:

„Hef mögulega áhuga á fjárfestingu í WOWAIR ef enn er ekki búið að finna fjárfesta fyrir 51% hlut sem samkvæmt fjölmiðlum er í boði.

Undirritaður hefur áður komið að flugrekstri og ef til kæmi myndi koma að málinu ásamt viðskiptafélögum sem hef þekkt í áratugi og sem eiga og reka flota af Airbus vélum.

Með kveðju
Ástþór Magnússon“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi