fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Eyjan

Er ósáttur við saurinn frá Hannesi og hótar að blokka hann – „Farðu rakki, farðu – Ekkert sagt af viti í meira en fjörutíu ár“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 12. apríl 2019 12:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Nei, Hannes, ég var ekki leigupenni, ég var blaðamaður. Ég veit þú veist ekki hvað það er, en ég set þetta samt hér inn. Farðu svo með þína illmælgi og slúður yfir á þinn vegg á Facebook. Ég kæri mig ekki um að þú sért að borga auðfólkinu sem heldur þig uppi, meðal annars með fjáraustri úr sjóðum skattborgara, með því að smyrja saur á vegginn minn. Farðu rakki, farðu.“

Svo ritar stofnandi Sósíalistaflokks Íslands, Gunnar Smári Egilsson, til Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, prófessors, í athugasemdakerfi sínu á Facebook, vegna fyrri athugasemdar Hannesar, sem hljóðar svo:

„Gunnar Smári Egilsson, ertu ekki að tala um tímabilið, á meðan þú varst leigupenni auðjöfranna (fyrir fimm milljónir á mánuði) árin 2003–2007 og varðir þá með kjafti og klóm á hverjum degi í Fréttablaðinu, jafnframt því sem þú hvíslaðir ljótum og uppspunnum sögum í eyru þeirra til að eggja þá út á foraðið? Nú ber rómantískan ljóma yfir þetta tímabil!“

Frjálshyggja vs sósíalismi

Ástæða þessa rifrildis þeirra félaga að þessu sinni er grein sem Þórlindur Kjartansson skrifaði í Fréttablaðið í dag, hvar hann spyr hvernig ofstopafullir minnihlutahópar orsökuðu hin ýmsu feigðarflön sögunnar og nefnir sem dæmi popúlista á borð við Donald Trump og Brexit forkólfa Bretlands.

Þórlindur greinir frá því að flestir séu þessir menn yfirstéttaplebbar, sem séu í stríði gegn frjálsum viðskiptum, friðsælli alþjóðasamvinnu og almennum mannréttindum.

Það er þessi síðasta setning sem Gunnar Smári gagnrýnir í nokkuð löngu máli í færslu sinni, hvar hann segir meðal annars:

„Það sem Þórlindur kallar frjáls viðskipti, alþjóðlegt samstarf og mannréttindi varð í reynd að markaðsvæðingu allra geira samfélagsins, alþjóðavæðingu sem þjónaði hagsmunum alþjóðlegra fyrirtækja en braut niður réttindi launafólks og dró úr völdum hins lýðræðislega vettvangs og mannréttindi fyrirtækja“.

Þórlindur rati ekki út

Gunnar Smári segir að Þórlindur hafi gleymt að minnast á það í greiningu sinni, að Trump sé skilgetið afkvæmi frjálshyggjunnar, sem hafi rænt almenningi baráttutækjum sínum undanfarin 40 ár:

„Ég held ekki að ég sé að segja Þórlindi nein tíðindi, ég held hann hafi fyrir löngu áttað sig á eyðileggingarafli nýfrjálshyggjuáranna. En því miður er hugmyndadeiglan til hægri svo veik orðin að hann ratar einhvern veginn ekki út. Ég þekki svo illa hægrið að ég get ekki vísað honum veginn, aðeins bent honum á að eina sómasamlega staðan í dag er meðal þeirra sem hafa mátt þolað mest óréttlæti á tímum nýfrjálshyggjunnar. Öll önnur staða þjónar auðvaldinu á einn eða annan hátt. Ég hvet því Þórlind að taka sér stöðu meðal þeirra sem verst standa og heyja stjórnmál sín þaðan. Það kallast sósíalismi.“

Eftir að þeir Hannes skiptast á sígildum pillum sínum í athugasemdarkerfinu, hótar Gunnar Smári því að „blokkera“ prófessorinn:

„Í guðsbænum ekki fara að svara Hannesi hér, hann er ekki svaraverður. Ef það spinnst hér eitthvert samtal út frá þessu röfli í manninum mun ég eyða kommenti hans og blokkera hann. Ég mun ekki missa af neinu þótt ég sjá ekki þruglið í honum, hann hefur ekkert sagt af viti í meira en fjörutíu ár.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir nýja valdablokk í Sjálfstæðisflokknum vilja tafarlausar breytingar

Segir nýja valdablokk í Sjálfstæðisflokknum vilja tafarlausar breytingar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Össur fer mikinn í að greina átökin innan Sjálfstæðisflokksins – Segir að Þórdís Kolbrún hafi gert stór mistök sem muni reynast henni dýrkeypt

Össur fer mikinn í að greina átökin innan Sjálfstæðisflokksins – Segir að Þórdís Kolbrún hafi gert stór mistök sem muni reynast henni dýrkeypt