fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Eyjan

Bretar fá „sveigjanlegt“ Brexit – Fresturinn framlengdur út október hið minnsta – Ýmislegt býr að baki ákvörðuninni

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 11. apríl 2019 05:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enn á ný hefur útgöngu Breta úr Evrópusambandinu (ESB) verið frestað. Í gærkvöldi náðu leiðtogar ESB saman um að veita Bretum „sveigjanlegan“ frest til 31. október til að ljúka Brexit. En það sem meira er þá opna þeir samtímis á möguleikann um enn lengri frest. Þeir tóku einnig ákvörðun um að Bretar geti gengið úr ESB fyrr ef Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, fær „skilnaðarsamninginn“ við ESB samþykktan á breska þinginu. Staða mála verður metin á nýjan leik í júní.

Bretar höfðu farið fram á framlengingu til 30. júní en hin löndin ákváðu að ganga lengra en það og framlengja frestinn til loka október.

„Þetta veitir Bretum sex mánuði aukalega til að finna bestu lausnina.“

Skrifaði Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, á Twitter um miðnætti þegar Theresa May samþykkti samninginn.

Upphaflega átti útganga Breta úr ESB, Brexit, að eiga sér stað 29. mars síðastliðinn. Bretar fengu síðan frest þar til á morgun til að ganga frá sínum málum varðandi útgönguna svo þeir gætu forðast „no deal“ útgöngu en í henni felst að þeir ganga úr ESB án þess að skilnaðarsamningur liggi fyrir.

Ýmislegt hangir á spýtunni

Í samkomulagi gærkvöldsins er fresturinn til 31. október ekki sagður lokafrestur í sjálfu sér og sterklega er gefið í skyn að Bretar geti fengið enn lengri frest ef þeir vilja. Þar með hefur ESB horfið frá fyrri aðferð sinni um að setja breskum stjórnmálamönnum tímafrest til að þrýsta á þá um að samþykkja skilnaðarsamninginn sem Theresa May gerði við ESB á síðasta ári. Breska þingið hefur þrisvar sinnum hafnað skilnaðarsamningnum.

Það hefur ekki virkað að hóta Bretum útgöngu án samnings og af þeim sökum hefur ESB nú skipt yfir í mýkra viðmót og framlengir frestinn og opnar fyrir enn frekari framlengingu.

Nú er ljóst að Bretar munu kjósa til þings Evrópusambandsins í maí næstkomandi nema auðvitað að breska þingið samþykki skilnaðarsamninginn áður en það verður að teljast harla ólíklegt. Líklegt er að leiðtogar ESB horfi einmitt til þessara kosninga og vonist til að breskir kjósendur sendi þingmönnum sínum skýr skilaboð í þeim. Þau skilaboð gætu haft meiri áhrif á breska þingmenn en þeir frestir sem þeir hafa haft til þessa til að ganga frá útgöngunni. Þá er ekki útilokað að breska þingið muni bretta upp ermar þegar úrslit kosninganna liggja fyrir og samþykkja skilnaðarsamninginn. Það veltur þó á þeim skilaboðum sem kjósendur munu senda í kosningunum.

En eins og staðan er núna þá er boltinn hjá May. Hún á nú í viðræðum við Verkamannaflokkinn um hugsanlega lausn á Brexit-vandræðunum. Það hefur ekki gerst síðan í síðari heimsstyrjöldinni að Verkamannaflokkurinn og Íhaldsflokkurinn reyni að ná saman um afgreiðslu máls því venjulega situr annar hvor flokkurinn einn að völdum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK