fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Eyjan

Ólína: „Ömurleg staða að þurfa að bíða af sér stjórnvöld til að geta notið verðleika sinna á vinnumarkaði“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 10. apríl 2019 13:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, segist fagna úrskurði kærunefndar jafnréttismála, um að Þingvallanefnd hafi gerst brotleg við jafnréttislög er hún réði Einar Á. E. Sæmundssen í starf þjóðgarðsvarðar í fyrra og gengið þar með framhjá Ólínu, sem sóttist einnig eftir starfinu.

Ólína sagði við Eyjuna, aðspurð hvort hún myndi taka starfinu ef það byðist henni, eða hvort hún hygðist sækja bætur vegna brotsins, ætla að skoða næstu skref með lögmanni sínum:

 „Veitingavaldið sem fer með ráðningarvaldið er ábyrgt gjörða sinna og þarf að axla ábyrgð því samkvæmt. Nú er fallinn þessi úrskurður um að rangt hafi verið staðið að ráðningunni og jafnréttislög brotin og að brotið gegn mér. Eðli málsins samkvæmt líkur málinu ekki þar með. Sá sem brotið er gegn hlýtur að þurfa einhverja leiðréttingu sinna mála. Í hvaða formi sú leiðrétting verður ræðst af ýmsum þáttum, málssóknarvilja og sáttarvilja. Og nú þarf ég bara aðeins að átta mig á stöðu mála sjálf og funda með mínum lögmanni áður en ég ákveð næstu skref.“

Pólitík réði för

Ólína sagði í pistli á Facebook að öll hennar reynsla hefði verið virt að vettugi þar sem mót-umsækjandinn hafi verið karlmaður með „réttu vinatengslin.“ Taldi hún upp þá nefndarmenn sem hafi gengið framhjá henni vegna þess að hún hafi ekki tilheyrt rétta flokknum:

„Þau sem gengu fram hjá mér við þessa ráðningu eru: Ari Trausti Guðmundsson formaður Þingvallanefndar, VG. Vilhjálmur Árnason, varaformaður, sjálfstæðisflokki. Páll Magnússon, sjálfstæðismaður (sem aldrei hlýddi á svör eða framsögur umsækjenda, hvorki í fyrri né seinni umferð, heldur mætti að framsögu lokinni og hafði þá gert upp hug sinn). Loks Líneik Sævarsdóttir, fulltrúi Framsóknarflokksins. Þau eru öll fulltrúar ríkisstjórnarflokkanna og auðvitað samstarfsmenn þess umsækjanda sem ráðinn var (og virðist ekki hafa hvarflað að formanni eða faraformanni nefndarinnar að víkja sæti af þeim sökum – þvert á móti).“

Ólína sagði við Eyjuna að Þingvallanefnd hafi ekki tekist að afsanna þá staðhæfingu sína, að málið sé pólitísks eðlis:

„Að minnsta kosti er komin staðfesting á því að vinnubrögðin voru ekki málefnaleg. Og þegar ómálefnalegar ástæður ráða úrslitum þá geta þær verið af ýmsu tagi. Í mínu tilviki getur það átt við að það hafi verið pólitískur fyrirgangur, aldurs- og kynjafordómar sem hafi spilað saman og ég hef sterkan grun um það og fulla ástæðu til að ætla, að svo hafi verið. Þingvallanefnd hefur að minnsta kosti ekki tekist að sýna fram á annað, líkt og fram kemur í úrskurðinum.“

Líf eftir Alþingi

Ólína segir lífið á vinnumarkaði eftir setu á Alþingi reynast mörgum fyrrverandi þingmönnum erfitt:

„Já ég finn það. Og ég er ekki sú eina sem finn það. Og það er alvarlegt umhugsunarefni fyrir þá sem hyggjast sitja á þingi, ef það þýðir að þeir séu dæmdir frá vinnumarkaði, sérstaklega gagnvart opinberum störfum. Svo er annar vandi sem lítur að okkur konum og það er kynjavandinn. Við erum bara álitnar taumlausar frekjur ef við stöndum í báðar fætur og ef önnur rök þrýtur þá erum við sagðar erfiðar í samstarfi. Og þetta viðhorf er staðreynd, það er til staðar og ekki hægur vandi að vinna á því. En dropinn holar vonandi steininn.“

Hætt að sækja um

Ólína er í dag sjálfstætt starfandi fræðimaður og segir að það sé nóg að gera við að sinna ritstörfum og fræðistörfum. Hún hyggst ekki sækja um opinberar stöður í bráð:

„Nei, ég er hætt. Ég sendi ekki fleiri umsóknir að sinni að minnsta kosti. Og það er ömurleg staða að þurfa að bíða af sér stjórnvöld til að geta notið verðleika sinna á vinnumarkaði. Það er grafalvarlegt.“

 

Sjá einnig: Ólína kvartar yfir vinnubrögðum Þingvallanefndar:„Umsækjendum enn ekki verið gerð skrifleg grein fyrir ráðningunni “

Sjá einnig: Ólína skilar skömminni:Segist látin gjalda þess að vera komin yfir fimmtugt og hafa setið á Alþingi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“