fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Eyjan

Borgaralaun borguðu sig ekki í Finnlandi: „Merkilegast í þessu er hin aukna vellíðan“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 10. apríl 2019 10:59

Halldóra Mogensen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Píratar er sá flokkur sem talað hefur helst fyrir borgaralaunum hér á landi, en þau felst í því að ríkið greiði almennum borgurum laun, óháð hvort viðkomandi sé með atvinnu eða tekjur annarsstaðar frá.

Í þingsályktunartillögu Halldóru Mogensen, þingmanns Pírata, um borgaralaun, eða skilyrðislausa grunnframfærslu, segir að það uppræti innbyggðan ójöfnuð, en samkvæmt hugmyndum Pírata yrðu borgaralaun fjármögnuð með arðinum af auðlindum landsins, sem fámennur hópur hafi sölsað undir sig hér á landi:

„Skilyrðislaus grunnframfærsla er hugmynd að kerfi sem ætlað er að leysa almannatryggingakerfið af hólmi eða í það minnsta einfalda það verulega, gera það réttlátara og sömuleiðis uppræta ákveðinn innbyggðan ójöfnuð í samfélaginu. Þetta er framkvæmt með því að greiða hverjum og einum borgara fjárhæð frá ríkinu óháð atvinnu eða öðrum tekjum.“

Heppnaðist ekki í Finnlandi

Tilraun var gerð með borgaralaun í Finnlandi til að auka atvinnuþátttöku. Í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag er greint frá því að tilraunin hafi misheppnast, samkvæmt bráðabirgðamælingum finnsku tryggingarstofnunarinnar Kela.

Markmið tilraunarinnar var að búa til hvata fyrir atvinnuþátttöku og tryggja bótaþegum tekjuöryggi með því að jafna út neikvæðu áhrifin sem bótaskerðingar höfðu í för með sér, sem afleiðing tekjuöflunar.

Gengið var út frá því að tekjuöryggið sem borgaralaunin myndu skapa, leiddi til þess að einstaklingar finni hjá sér hvata til að stofna til eigin reksturs eða verktöku.

Alls fengu 2000 atvinnulausir Finnar greiddar um 75 þúsund krónur á mánuði í eitt ár.

Til að gera langa sögu stutta þá kom í ljós að þeir sem voru á borgaralaunum höfðu verið í vinnu í 49,6 daga að meðaltali, en þeir sem ekki voru á borgaralaunum voru í vinnu 49,3 daga að meðaltali.

Atvinnuþátttakan var því 0,8% meiri hjá þeim sem voru á borgaralaunum, sem eru vonbrigði að sögn Heikki Hiilamo, prófessors í félagslegri stefnumótun við Helsinki háskólann:

„Það voru vonbrigði að það voru ekki nein merkjanleg jákvæð áhrif á atvinnuþátttöku þrátt fyrir svona rosalega mikinn efnahagslegan hvata fyrir fólk að auka tekjur sínar. Það er ekki líklegt að þessi hvati gæti verið meiri. Það sem er merkilegast við þetta er að það er ekki efnahagslegur ávinningur sem skiptir sköpum fyrir þá sem eru atvinnulausir í lengri tíma og eiga langt í land er kemur að þátttöku á vinnumarkaði,“

sagði Heikki, en tók fram að vísbendingar væru um að borgaralaun leiddu til aukinnar vellíðunar hjá þeim sem þau þæðu.

Ekki um eiginleg borgaralaun að ræða

Eyjan sóttist eftir viðbrögðum Halldóru Mogensen vegna bráðabirgðaniðurstaðna finnsku rannsóknarinnar. Sagði Halldóra að þó vissulega mætti draga einhvern lærdóm af rannsókninni, þá uppfyllti hún ekki grunnskilyrðin um eiginleg borgaralaun, sem á ensku nefnist Universal Basic Income (UBI) þar sem rannsóknin náði aðeins til lítils hóps, væri háð ákveðnum skilyrðum og upphæðin hafi ekki verið næg til að teljast grunnframfærsla, líkt og hugmyndin um borgaralaun gangi út á.

Vildi hún líka bíða eftir að lokaniðurstöður bærust úr rannsókninni til að leggja eiginlegt mat á þær, en sagði jákvætt að vísbendingar gæfu til kynna að borgaralaunin hefðu aukið vellíðan fólks:

„Það sem mér finnst merkilegast í þessu er hin aukna vellíðan. Fólk upplifir meira öryggi og líður betur. Ég hefði áhuga á að sjá hvaða áhrif þetta hefur á heilsu fólks og hvort þetta gæti leitt til sparnaðar í heilbrigðiskerfinu, líkt og niðurstaðan var í Manitoba í Kanada þegar tilraunir voru gerðar þar með borgaralaun,“

sagði Halldóra.

Finnska tilraunin hefur verið lofuð fyrir að ná til breiðs og fjölmenns hóps sem endurspegli viðmiðunarhópinn vel og tilraunin sögð bera svipuð einkenni og tilraunir á sviðum náttúru- og læknavísinda.

Hinsvegar hefur tilraunin verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki kannað viðhorf úrtakshópsins áður en tilraunin hófst og því erfitt sé að meta hvort þær breytingar sem áttu sér stað komu til vegna borgaralaunanna, eða annarra breyta. Einnig var svarhlutfall þeirra sem voru á borgaralaunum aðeins 31 prósent og 20 prósent hjá viðmiðunarhópnum.

Óraunhæfar fjármögnunarleiðir

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði á Alþingi um málið í fyrra, að fjármögnunarleiðir borgaralauna væru ekki raunhæfar, en miðað við 300 þúsund króna mánaðarborgaralaun, var kostnaðurinn við borgaralaun um 1200 milljarðar samkvæmt mati frá árinu 2016. Katrín sagði þó að það þyrfti að taka afstöðu til málsins á vettvangi þingsins:

„Þannig að, að lokum myndi ég vilja segja að ég tel þetta áhugaverða umræðu. Umræðu sem við þurfum að taka hér á vettvangi Alþingis. Ég sé fyrir mér að framtíðarnefnd gæti til að mynda tekið þetta mál til umfjöllunar og sett þessi álitamál fram með skipulegum hætti. Því við þurfum að taka afstöðu til þeirra.“

Sjá einnig. Finnar prófuðu borgaralaun:Nú er tilraunin hálfnuð og þetta eru helstu niðurstöður

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum