fbpx
Mánudagur 04.nóvember 2024
Eyjan

Flugmaður WOW reiður og ætlar aldrei að borga skatta aftur á Íslandi: „Þetta pakk sem er í ríkisstjórninni getur átt sig“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 2. apríl 2019 10:30

Ögmundur Gíslason. Mynd-Hringbraut

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Eftir að hafa hugsað þetta þá hef ég tekið þessa ákvörðun: Ég mun ALDREI borga framar skatta á Íslandi. ALDREI! Og það fólk sem þekkir mig veit ég stend við svona fáránlegar yfirlýsingar. Ég mun þiggja þær greiðslur sem ég á rétt á úr ábyrgðarsjóði launa og ég ætla að þiggja atvinnuleysisbætur eins lengi og ég má, en ég mun aldrei aftur vera launamaður á Íslandi og greiða staðgreiðslu. Þetta sker getur átt sig. Þetta pakk sem er í ríkisstjórninni getur átt sig. Ég vona að þau átti sig á því að stígi eitthvað af þessu fólki um borð í flugvél sem ég stjórna, þá verður þeim vísað frá borði, en þar sem ég er líklega að fara að vinna í Kína eru etv. litlar líkur á því…“

Svo ritar Ögmundur Gíslason á Facebook, fyrrverandi flugmaður hjá WOW air og flugrekstrarfræðingur, sem er afar ósáttur við að ríkið hafi ekki rétt félaginu hjálparhönd áður en það varð gjaldþrota.

Ögmundur var einnig gestur í umræðuþættinum 21 á Hringbraut í gær, hvar hann sagði WOW air ennþá hafa verið rekstrarhæft undir lokin:

„Já vissulega. Félagið var rekstrarhæft. Það hafði gengið í gegnum í erfiðleika árið 2017 [og 2018] en það var búið að grípa til aðgerða og snúa hlutum til betri vegar, þannig að félagið var vissulega rekstrarhæft og hefði átt að halda áfram.“

Vantaði lítið upp á

Hann segist ekki geta sætt sig við málalok og telur að sáralítið hafa vantað upp á til að félagið hafi getað rétt úr kútnum:

„Á rúmum 6 árum sem ég vann hjá WOW air borgaði ég 26,6 milljónir í skatta eða rúmlega 4,4 milljónir á ári. Ríkisstjórnin taldi það samt ekki vera þess virði að leggja félaginu til fé til að bjarga starfinu mínu. WOW air vantaði 5 milljarða í hlutafé. Ef ríkið hefði lánað félaginu þetta fé, þá hefði það kostað 4,5 milljónir á hvert starf, en þá er ég bara að reikna með þeim 1100 störfum sem voru í WOW air. Nú eru þessi störf töpuð, ásamt fjölda annarra starfa víðs vegar um þjóðfélagið. Það er ekkert flugfélag að fara að bjarga sumrinu fyrir land og þjóð, enda öll flugfélög löngu búin að ákveða sína skedda og hafa þegar ráðstafað sínum vélum og starfsfólki fyrir sumarið. Ekki er Icelandair að fara að „stækka hratt” til þess að bregðast við þeirri vöntun, sem verður í sumar, þeir eiga nóg með sig og sinn MAX-vanda.“

Verðmæti í þekkingu

Þá segir Ögmundur að það séu heilmikil verðmæti í mannauði WOW air:

„Á Mbl sé ég að skiptastjórarnir segja frá því að mikil ásókn er í eignir félagsins. Það sem almenningur gerir sér ekki grein fyrir að tölvurnar annars vegar og skrifborð og stólar félagsins, eru ekki mikils virði án starfsfólks WOW air. Einnig má minna minna á að mikil verðmæti slotta félagsins eru farin út í buskann þar sem félagið uppfyllir ekki lengur kröfur til að halda þeim (amk 80% nýting í flestum tilfellum). Flugvélar félagsins eru allar á leið til sinna heima, enda fá eigendurnir premium verð fyrir þær í dag hjá flugfélögum sem sjá fram á það að MAX vélunum verður ekki flogið í sumar. Eignirnar WOW air voru að stórum hluta óefnislegar. Eignirnar voru m.a. mín kunnátta að fljúga flugvél, kunnáttu IT deildar, markaðs- og söludeildar, flugöryggissviðsins og svo mætti lengi telja. Ég tel að MILLJÖRÐUM hafi verið sturtað í klósettið í síðustu viku. TUGUM MILLJARÐA, jafnvel HUNDRUÐUM, var fórnað í tekjum fyrir þjóðarbúið. Skiptastjórar dunda sér við að selja skrifborðsstóla og tölvur og munu svo gefa út við uppgjör búsins „engar eignir fundust í búinu”. Ég ætla ekki að fara að telja það upp hvaða fyrirtækjum hefur verið bjargað í gegnum tíðina, það hefur verið gert á öðrum vettvangi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“