fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Eyjan

Formaður Íslenska flugmannafélagsins: „Höfum ekki bolmagn til þess að greiða laun flugmanna“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 1. apríl 2019 15:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska flugmannafélagið (ÍFF), sem er stéttarfélag flugmanna WOW air, mun ekki geta greitt þeim nein laun í kjölfar gjaldþrots félagsins. Þetta staðfestir Vignir Örn Guðnason, formaður ÍFF, við Eyjuna í dag:

„Nei, staðan er sú að við erum pínkulítið stéttarfélag, erum ekki í ASÍ og höfum ekki bolmagn til þess að greiða laun flugmanna,“

segir Vignir en 178 fyrrverandi flugmenn sem misstu vinnuna hjá WOW eru skráðir í félagið sem tók til starfa síðla árs 2014.

VR hefur boðist til að greiða laun félagsmanna sinna sem störfuðu hjá WOW, en þeir eru um 250 talsins. Mun VR gera kröfu í þrotabú WOW, en fáist ekkert þar tryggir Ábyrgðasjóður launa greiðslur að hámarki 633 þúsund krónur á mánuði.

 

Vignir segir í forgangi aðstoða flugmenn í að verða sér út um vinnu:

„Við erum að meta næstu skref og sjá hvað við getum gert, það er í forgangi að aðstoða flugmenn í að verða sér út um vinnu. En við höfum ekki þessa sjóði sem stóru stéttarfélögin hafa.“

Vignir segist ekki vita hvernig flugmönnum hefur vegnað í atvinnuleit sinni, en að ÍFF muni bjóða fram aðstoð sína. Hann ber lof á flugmenn WOW, en segir það mýtu að íslenskir flugmenn séu eftirsóttari en aðrir í bransanum:

„Ég held að það sé bara mýta, íslenskir eru fínir flugmenn og allt það, en jafn misjafnir eins og aðrir auðvitað. En ég get fullyrt að flugmenn WOW eru allir frábærir flugmenn, hvort sem þeir eru íslenskir sem erlendir. Þeir fljúga vinsælli flugvélategund sem getur flogið, ekki að ég sé að bauna á kollega mína hinum megin,“

segir Vignir.

Hann segir stéttarfélagið ekki hafa beina milligöngu um atvinnu, þó svo öll aðstoð sé í boði og viti því ekki hvort eitthvert af þeim fjölda flugfélaga sem hingað fljúgi hafi borið víurnar í flugmenn WOW:

„Það er eitthvað lítið sem við höfum heyrt af því, kaupin á eyrinni ganga ekki svoleiðis fyrir sig. Menn eru að setja sig í samband við ráðningastofur, eða beint við flugfélögin. Við höfum ekki heyrt neitt af neinu, en það er helst Wizz air sem einhver von er í.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum