fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Eyjan

Borgarstjórinn í fullum rétti í Banksy málinu samkvæmt borgarlögmanni

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 29. mars 2019 09:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgarlögmaður hefur komist að þeirri niðurstöðu að Jón Gnarr, þáverandi borgarstjóri, hafi mátt fjarlægja listaverk sem hann fékk að gjöf meðan hann var í embætti, frá breska götulistamanninum Banksy. Lagði borgarlögmaður fram álit sitt í borgarráði í gær. Fréttablaðið greinir frá.

Samkvæmt áliti borgarlögmanns var gjöfin veitt til Jóns persónulega og því var hann í fullum rétt að taka verkið með sér heim til sín úr Ráðhúsinu er hann lét af embætti.

Mikill styr stóð um verkið á síðasta ári og virtist þjóðin klofin í afstöðu sinni um hvort Jón hefði fengið verkið að gjöf persónulega, eða sem borgarstjóri, en ákveðnar reglur eru í gildi þegar kemur að gjöfum til borgarstjóra og kjörinna fulltrúa.

Upp úr dúrnum kom að verkið var eftirprentun, í raun plakat, sem Jón lét sjálfur prenta á álplötu og borgaði fyrir persónulega.

Eftir deilurnar um verkið tilkynnti Jón að verkið veitti honum enga ánægju lengur og eyðilagði það.

Sú ráðstöfun Jón varð til þess að fulltrúar Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn lögðu fram tillögu þess efnis í borgarráði að kanna hvort skaðabótaskylda hefði skapast við förgunina, en afgreiðslu málsins var þá frestað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK