fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Eyjan

Segja WOW air og Indigo Partners hafa tekið upp viðræður á nýjan leik

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 27. mars 2019 07:50

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef áætlanir forsvarsmanna WOW air og ráðgjafa félagsins um endurskipulagningu þess ganga eftir verður lausafjárstaða félagsins orðin jákvæð um níu milljónir dollara um mitt næsta ár. Eins og staðan er núna er hún neikvæð um 11 milljónir dollara og að öllu óbreyttu er þess vænst að hún versni enn frekar og verði tæplega 45 milljónir dollara í lok annars ársfjórðungs.

Markaðurinn, viðskiptahluti Fréttablaðsins, skýrir frá þessu í dag. Þar segir að þetta komi fram í drögum að kynningu á endurskipulagningu WOW air en Markaðurinn hefur drögin undir höndum.

Blaðið segir að samkvæmt áætluninni sé gert ráð fyrir töluverðum bata í rekstri félagsins. Lausafjárstaðan eigi að vera orðin jákvæð um 9,6 milljarða króna í árslok 2021 og hagnaður þess árs á að vera 8,7 milljarðar króna. Á þessu ári er reiknað með 900 milljóna króna tapi af rekstrinum.

Formlegar viðræður eru nú hafnar við innlenda og erlenda fjárfesta um að þeir leggi 40 milljónir dollara inn í félagið í nýju hlutafé. Ef það gengur eftir eignast þeir 51 prósent hlut í félaginu og fá forgangsrétt að arðgreiðslum og öðrum útgreiðslum.

Markaðurinn segist hafa heimildir fyrir að viðræður hafi verið teknar upp á nýjan leik við Indigo Partners en í síðustu viku var skýrt frá því að félagið væri hætt við að fjárfesta fyrir 90 milljónir dollara í WOW air.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigríður Andersen: Gott að flokkarnir standi sjálfir frammi fyrir skriffinnskunni sem þeir íþyngja atvinnulífinu og almenningi með

Sigríður Andersen: Gott að flokkarnir standi sjálfir frammi fyrir skriffinnskunni sem þeir íþyngja atvinnulífinu og almenningi með
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Handboltaharmur

Óttar Guðmundsson skrifar: Handboltaharmur
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Make Iceland great again!

Steinunn Ólína skrifar: Make Iceland great again!
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Stóra herbergjamálið á Alþingi – Sjálfstæðisflokkurinn hótar setuverkfalli en hvað segja reglurnar?

Stóra herbergjamálið á Alþingi – Sjálfstæðisflokkurinn hótar setuverkfalli en hvað segja reglurnar?