fbpx
Mánudagur 04.nóvember 2024
Eyjan

Már segir Samherjamálið ekki endilega tilhæfulaust – Tregur til að biðjast afsökunar

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 27. mars 2019 14:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, viðurkenndi á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í dag, að það hafi verið mistök að færa gjaldeyriseftirlitið frá Fjármálaeftirlitinu til Seðlabankans og það hafi verið hans mistök að átta sig ekki á þeirri áhættu sem í því fólst. Már upplýsti nefndina um stjórnsýslu bankans í kjölfar Samherjamálsins, þar sem húsleit Seðlabankans hjá Samherja var gerð að umtalsefni.

Már hafði sagt við Morgunblaðið í viðtali að bankinn hefði haft grun um refsiverð brot:

„Ef sá grun­ur hefði verið nægj­an­lega rök­studd­ur þá hefðum við ekk­ert farið í hús­leit held­ur ein­fald­lega vísað mál­inu eða kært það beint til lög­reglu.“

Aðspurður um þessi ummæli í morgun sagði hann þau á misskilningi byggð. Húsleitin hefði verið gerð vegna rökstudds gruns um brot og húsleitin gerð til að afla frekari gagna, sem hefði getað leitt til kæru. Síðan hafi bankinn ekki talið að nægilega rökstuddur grunur um meiriháttar brot hafi legið fyrir til að kæra málið.

Sagði Már að starfsmenn Seðlabankans hafi unnið störf sín í góðri trú er varðar gjaldeyriseftirlitið og að bankinn hafi ætíð farið að lögum miðað við þær upplýsingar sem hann hafði hverju sinni. Þó hafi ekki verið útilokað að stjórnsýsla bankans hafi brugðist, til dæmis í Samherjamálinu. Þá sagði Már að bankaráð Seðlabankans hafi ekki verið leynt neinum upplýsingum í málinu.

Samherjamálið ekki endilega tilhæfulaust

Aðspurður af Þórarni Inga Péturssyni, Framsóknarflokki, hvort tímabært væri að Seðlabankinn bæðist afsökunar á Samherjamálinu, sagði Már það koma til skoðunar, en þó svo mál færu ekki alla leið, þýddi það ekki endilega að þau væru tilhæfulaus:

„Ja, við skulum bara skoða það. Auðvitað, náttúrulega, þá þarf að sýna fram á það, að þó að, eins og ég segi, að það eru fjöldamörg dæmi um það að mál fari ekki alla leið, það er ekki þar með sagt að málatilbúnaður sé endilega tilhæfulaus. En það getur vel verið að það sé eitthvað í þessu sem ætti að biðja afsökunar á, við skulum bara skoða það.“

Þórarinn sagði á móti að nú hefði komið í ljós að Samherjamálið hafi verið tilhæfulaust með öllu frá byrjun, um það væri flestir sammála, nema kannski Már sjálfur:

„Ég held að það sé nú ekki rétt, að það séu allir sammála um það nema ég,“

svaraði Már og sagðist ekki geta tjáð sig um efnisatriði málsins, en vísaði til þess að dómari í málinu hefði sagt í fyrra, að málið hefði ekki farið alla þessa leið í kerfinu að ástæðulausu.

Útilokar ekki leka

Már sagðist ekki kannast við að Seðlabankinn hafi lekið því til RÚV að til stæði að fara í húsleit hjá Samherja, en gat ekki útilokað að svo hefði verið. Hann benti á að RÚV hafi upphaflega komið með ábendinguna til bankans um að eitthvað misjafnt gæti verið í gangi hjá Samherja. RÚV var eini fjölmiðillinn sem var viðstaddur þegar húsleitin var gerð. Benti Már einnig á að sérstakur saksóknari hafi einnig framkvæmt húsleit hjá Seðlabankanum skömmu fyrir húsleitina hjá Samherja og þar hafi ýmsir fjölmiðlar verið viðstaddir.

Fullt traust til Más

Gylfi Magnússon, formaður bankaráðs Seðlabankans, kom einnig fyrir nefndina. Hann greindi frá áhyggjum sínum hvernig haldið hefði verið á gjaldeyriseftirlitinu og að aðrir bankaráðsmenn deildu slíkum áhyggjum, mál gjaldeyriseftirlitsins hefðu reynst dýr, óháð hugsanlegum skaðabótum.

Hann var spurður hvort Már nyti trausts sem Seðlabankastjóri:

„Bankaráðið hefur ekki ályktað um neitt annað og í sjálfu sér ekki verið að taka þá spurningu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“