fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Eyjan

Klaustursmálið: Nýjar upplýsingar sagðar gjörbreyta málinu – Ásökunum um leka vísað á bug

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 27. mars 2019 12:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyjan greindi í gær frá yfirlýsingu Miðflokksins er varðar álit siðanefndar Alþingis vegna Klaustursmálsins. Þar gagnrýndi Miðflokkurinn feril málsins og að álitið hafi verið birt á vef Alþingis áður en Miðflokknum hafi gefist kostur áður en frestur til að skila inn andmælum rynni út.

Sagði Miðflokkurinn að álitið væri byggt á röngum forsendum og nýjar upplýsingar lægju til grundvallar.

Samkvæmt álitinu er ekki hægt að flokka samtalið örlagaríka á barnum Klaustri sem einkasamtal.

Munu breyta ásýnd málsins

Jón Pétursson, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, sagðist í samtali við Eyjuna ekki geta upplýst um hverjar þessar nýjar upplýsingar væru, né hvaða forsendur hefðu reynst rangar sem lágu til grundvallar áliti siðanefndarinnar, að öðru leyti en þær upplýsingar myndu breyta málinu talsvert.

Hann gat ekki upplýst um hver næstu skref Miðflokksins yrðu í málinu, en flokkurinn sagði í yfirlýsingu sinni að stjórnsýslulög hefðu verið brotin:

„Við munum væntanlega svara þessu fljótlega. En það eru komnar upplýsingar, sem benda til þess að siðanefnd hafi birt álit sitt á röngum forsendum. Það er alveg skýrt.“

Tvískinnungur nefndarinnar

Jón sagði forgangsröðun forsætisnefndar einnig furðulega, þar gætti tvískinnungs. Nefndi hann ásakanir Björns Leví Gunnarssonar á hendur Ásmundi Friðrikssyni um fjársvik varðandi akstursgreiðslur og kynferðislega áreitni Ágústs Ólafs Ágústssonar í garð blaðamanns Kjarnans:

„Svo við tölum nú bara íslensku, ef þingmaður nauðgar manneskju, eða ásakanir koma um slíkt, þá varðar það mál ekki forsætisnefnd eða siðanefnd, en ef viðkomandi segir að einhver sé kunta, þá er það rannsóknarefni!“

Lekið til RÚV

Í yfirlýsingu Miðflokksins í gær mátti greina á orðalaginu að RÚV hafi fengið álitið með öðrum hætti en af vef Alþingis og virtist ýjað að því að gögnunum hafi verið lekið til RÚV. Þetta staðfestir Jón:

„Það er margt sem bendir til þess, já.“

Í frétt RÚV er þó vitnað til þess að álitið hafi birst á vef Alþingis klukkan 19, en frétt RÚV birtist klukkan 19.20.

Ekki lekið til RÚV

Eyjan talaði einnig við Steinunni Þóru Árnadóttur, þingmann VG og varaforseta Alþingis. Hún sagði við mbl.is að hún hafi fengið beiðnina frá Jóni um að birta ekki álit siðanefndar, klukkan 18:54 í gær, en álitið átti að birtast klukkan 19. Sagðist hún hafa séð póstinn frá Jóni of seint og því hafi álitið verið einhverjar mínútur á vefnum.

Hún þvertók fyrir að gögnunum hafi verið lekið:

„Það höfðu mjög fáir þessi gögn undir höndum og ekki fóru þessi gögn frá okkur.“

Ekki náðist í Helga Bernódusson, skrifstofu stjóra Alþingis, til að fá staðfest hversu lengi álitið hefði verið aðgengilegt á vef Alþingis, en Steinunn Þóra sagðist ekki viss um það sjálf, né Jón Pétursson.

Málið skoðað

Miðflokkurinn segir að illa hafi verið staðið að málinu að öllu leyti í yfirlýsingu sinni í gær og segir málið hafa pólitískt eðli, sem Sigmundur Davíð hefur áður rakið til meintrar óvelvildar Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, í sinn garð. Í yfirlýsingu Miðflokksins segir einnig:

„Ljóst má vera að þau fyrirmæli sem forseti Alþingis, sem þegar hafði viðurkennt eigið vanhæfi, gaf ólöglega kjörnum varaforsetum Alþingis um meðferð málsins ráða för án tillits til laga, staðreynda, réttsýni og heiðarlegrar stjórnsýslu.“

Steinunn vill ekki meina að klúðurslega hafi verið staðið af málinu af hálfu forsætisnefndar og Alþingis

„Ég held að það sé einmitt verið að reyna að vanda sig í þessu máli. En við þurfum við að setjast yfir þetta, ég tel ekki að það hafi nein stjórnsýslulög brotin, en að sjálfsögðu munum við fara yfir málið og þurfum við bæði að fara betur álitið frá siðanefndinni, sem og ábendingarnar frá Miðflokknum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK