fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Eyjan

WOW air tapaði 22 milljörðum á síðasta ári

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 25. mars 2019 07:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

WOW air tapaði 22 milljörðum króna á síðasta ári. Afkoma fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) var neikvæð um 10 milljarða króna.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að tap í tengslum við sölu fjögurra nýlegra Airbusþota til Air Canada undir lok árs hafi haft mikil áhrif á afkomu félagsins. Tveir þotuhreyflar sem fylgdu með í sölunni stóðust ekki söluskoðun og rýrði það söluandvirði vélanna mjög að sögn Morgunblaðsins.

Þessi slæma afkoma veldur því að eigið fé félagsins er um þessar mundir neikvætt um rúmlega 13 milljarða króna sem þýðir að eigifjárhlutfall er neikvætt um 83 prósent.

Áætlanir WOW air gera ráð fyrir að eigið fé verði neikvætt um 14 milljarða um mitt ár en það jafngildir 87 prósentum. Blaðið segir að sömu áætlanir sýni að í árslok sé gert ráð fyrir að eiginfjárhlutfallið verði neikvætt um 101 prósent.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sakar Reykjavíkurborg um að draga lappirnar varðandi viðbrögð við rafhjólaslysum

Sakar Reykjavíkurborg um að draga lappirnar varðandi viðbrögð við rafhjólaslysum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir sigur Kristrúnar og Samfylkingarinnar geta orðið mun stærri en búist er við

Segir sigur Kristrúnar og Samfylkingarinnar geta orðið mun stærri en búist er við
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún óskar Starmer til hamingju með sögulegan sigur

Kristrún óskar Starmer til hamingju með sögulegan sigur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega og líkir við hræddan strút – „Hefur sýnt að hinn almenni borgari getur étið það sem úti frýs“

Gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega og líkir við hræddan strút – „Hefur sýnt að hinn almenni borgari getur étið það sem úti frýs“