fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Eyjan

Átök yfirvofandi á Gasa – Ísraelsher flytur þúsundir hermanna að landamærunum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 25. mars 2019 10:40

Frá Gasa.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eldflaug var skotið frá Gasa snemma í morgun og lenti hún á íbúðarhúsi í miðhluta Ísrael. Að minnsta kosti sex manns særðust. Ísraelsk stjórnvöld voru ekki lengi að skella skuldinni á Hamas-samtökin en þau ráða ríkjum á Gasa. Viðbúið er að viðbrögð Ísraelsmanna verði hörð.

Ronen Manelis, talsmaður ísraelska hersins, sagði í morgun að nú væru tvær herdeildir á leið að landamærunum að Gasa en ein herdeild telur að jafnaði 3.500 til 5.000 hermenn.

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra, var í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum hjá Donald Trump, forseta, þegar eldflauginni var skotið. Hann tilkynnti strax að hann snúi strax heim og sagði á hreinu að Ísrael muni „bregðast harkalega“ við árásinni.

Ronen Manelis sagði einnig í morgun að verið væri að kalla mörg þúsund hermenn úr varaliðinu til starfa, þar á meðal liðsmenn flughersins.

Ísraelsmenn voru algjörlega óviðbúnir eldflaugaárásinni í morgun. Venjulega hefði eldflaugavarnarkerfið Iron Dome skotið eldflaugina niður en herinn hefur staðfest að ekki var kveikt á kerfinu í morgun því ekki var búist við eldflaugaárás á miðhluta landsins. Venjulega er eldflaugum frá Gasa skotið á suðurhluta landsins.

Hvorki Hamas né önnur samtök á Gasa hafa lýst yfir ábyrgð á eldflaugaskotinu. Ísraelska dagblaðið Haaretz segir þó að heimildir innan Hamas hermi að æðstu menn samtakanna séu farnir í felur af ótta við yfirvofandi árásir Ísraels.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Vardy kveður í sumar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata