fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Eyjan

Hér búa ráðherrarnir: Bjarni býr best – Fasteignamatið hleypur á tæpum 166 milljónum

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 23. mars 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tíu ráðherrar skipa ríkisstjórn Íslands. DV kannaði, með því að skoða opinberar upplýsingar, hvar og hvernig ráðherrarnir búa.

Fimm búa í Reykjavík, einn í Garðabæ og einn í Kópavogi. Þrír eru skráðir með lögheimili utan höfuðborgarsvæðisins en það eru Ásmundur Einar Daðason, sem er með lögheimili í Borgarnesi, Kristján Þór Júlíusson, sem er með lögheimili á Akureyri, og Sigurður Ingi Jóhannsson, sem er með lögheimili á Flúðum.

DV tekur í dag saman staðlaðar upplýsingar um ráðherrana. Meðalaldur þeirra tæp 47 ár. Sá elsti er 61 árs, Kristján Þór Júlíusson, en sá yngsti 31 árs, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Ráðherrarnir eru allir, fyrir utan Guðmund Inga Guðbrandssson, í skráðri sambúð, samkvæmt Þjóðskrá.

Til gamans tók DV saman skráð fasteignaverð, en allir búa ráðherrarnir í eigin íbúð. Ekki fæst séð að neinn þeirra sé á leigumarkaði. Fasteignaverð gefur þó ekki nema grófa hugmynd um verðgildi eignarinnar.

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir er nýskipaður dómsmálaráðherra, en hún tók við embættinu tímabundið 14. mars eftir afsögn Sigríðar Á. Andersen. Ljóst er því að Þórdís mun hafa nóg á sinni könnu, þar sem starfstitill hennar felur nú í sér fjóra ráðherratitla.

Ráðherrarnir búa flestir í sérbýli, ef Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir eru undanskilin, þau búa í fjölbýlishúsi. Þá býr Lilja Alfreðsdóttir í raðhúsi.

Vel fer á því að fjármála- og efnahagsráðherrann, Bjarni Benediktsson, búi í þeirri eign ráðherranna sem hefur hæsta fasteignamatið en það hleypur á tæpum 166 milljónum króna. Að meðaltali eru fasteignirnar skráðar á rúmar 65 milljónir, samkvæmt fasteignamati.

Ásmundur Einar Daðason
Staða: Félags- og barnamálaráðherra
Aldur: 36 ára
Afmælisdagur: 29. október
Maki: Sunna Birna Helgadóttir
Heimili: Helgugata 11, Borgarnesi
Fermetrar: 180,1
Fasteignamat: 30.100.000 kr.

Bjarni Benediktsson
Staða: Fjármála- og efnahagsráðherra
Aldur: 49 ára
Afmælisdagur: 26. janúar
Maki: Þóra Margrét Baldvinsdóttir
Heimili: Bakkaflöt 2, Garðabæ
Fermetrar: 451,1
Fasteignamat: 165.900.000 kr.

Guðlaugur Þór Þórðarson
Staða: Utanríkisráðherra
Aldur: 51 árs
Afmælisdagur: 19. desember
Maki: Ágústa Þóra Johnson
Heimili: Logafold 48, Reykjavík
Fermetrar: 197,3
Fasteignamat: 62.900.000 kr.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Staða: Umhverfis- og auðlindaráðherra
Aldur: 41 árs
Afmælisdagur: 28. mars
Maki: Enginn
Heimili: Sólvallagata 74, risíbúð, Reykjavík
Fermetrar: 62,3
Fasteignamat: 36.400.000 kr.

Katrín Jakobsdóttir
Staða: Forsætisráðherra
Aldur: 43 ára
Afmælisdagur: 1. febrúar
Maki: Gunnar Sigvaldason
Heimili: Dunhagi 17, 3. hæð, Reykjavík
Fermetrar: 108,3
Fasteignamat: 47.250.000 kr.

Kristján Þór Júlíusson
Staða: Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
Aldur: 61 árs
Afmælisdagur: 15. júlí
Maki: Guðbjörg Ringsted
Heimili: Ásvegur 23, Akureyri
Fermetrar: 331,5
Fasteignamat: 64.400.000 kr.

Lilja Alfreðsdóttir
Staða: Mennta- og menningarmálaráðherra
Aldur: 45 ára
Afmælisdagur: 4. október
Maki: Magnús Óskar Hafsteinsson
Heimili: Hulduland 22, Reykjavík
Fermetrar: 195,1
Fasteignamat: 80.550.000 kr.

Sigurður Ingi Jóhannsson
Staða: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra
Aldur: 56 ára
Afmælisdagur: 20. apríl
Maki: Ingibjörg Elsa Ingjaldsdóttir
Heimili: Syðra-Langholt, Flúðum, tvær landspildur ásamt öllum gögnum og gæðum
Fermetrar: 18 hektarar
Fasteignamat: 43.290.000 kr.

Svandís Svavarsdóttir
Staða: Heilbrigðisráðherra
Aldur: 54 ára
Afmælisdagur: 24. ágúst
Maki: Torfi Hjartarson
Heimili: Hjarðarhagi 28, 2. hæð Reykjavík (Svandís ein skráð)
Fermetrar: 120
Fasteignamat: 50.700.000 kr.

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Staða: Dómsmála-, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
Aldur: 31 árs
Afmælisdagur: 4. nóvember
Maki: Hjalti Sigvaldason Mogensen
Heimili: Helgubraut 11, Kópavogi
Fermetrar: 211,3
Fasteignamat: 68.700.000 kr.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Össur segir Þorgerði farna að hallast til hægri – „Hún smó undan sem fugl á flugi“

Össur segir Þorgerði farna að hallast til hægri – „Hún smó undan sem fugl á flugi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump