fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Seðlabankastjóri veit ekki hvort útreikningarnir í Samherjamálinu séu réttir eða rangir

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 20. mars 2019 10:40

Már og Þorsteinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Már Guðmundsson, er í ítarlegu viðtali við Viðskiptamoggann í dag. Þar segist hann ætla að svara þungum ásökunum umboðsmanns Alþingis varðandi gjaldeyriseftirlit Seðlabankans, sem komst í fréttir vegna Samherjamálsins svokallaða, fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Aðspurður hvort ummælin séu ekki óheppileg fyrir Má og Seðlabankann segir Már að aðeins önnur hliðin hafi heyrst í málinu:

„Hlustaðu á það sem ég mun segja þegar ég kem fyr­ir nefnd­ina. Ég mun fara í gegn­um öll efn­is­atriði máls­ins og þau eru ekki öll eins og sýn­ist þegar þú ert bara bú­inn að fá hlið umboðsmanns á mál­inu. Hann er að hluta til með þung­ar ásak­an­ir í garð bank­ans og þið hafið aðeins heyrt ásak­an­irn­ar en ekki skýr­ing­ar þess sem ásakaður er. Ég mun fyr­ir nefnd­inni gera grein fyr­ir þeim.“

Ekki skoðað útreikningana

Már segist ekki hafa skoðað útreikningana sem lagðir voru til grundvallar húsleitinni hjá Samherja á sínum tíma, en því hefur verið haldið fram að þeir séu rangir og virtist Már taka undir þá skoðun í símtali við forstjóra Samherja, Þorstein Má Baldvinsson.

Um þetta segir Már að hann geti sig lítið tjáð, þar sem um ólöglega upptöku á símtalinu hafi verið að ræða og hann geti ekki tjáð sig um einstaka þætti máls.

Aðspurður hvort útreikningarnir hafi verið rangir segir Már:

„Ég get ekk­ert full­yrt um það. Ég hef ekki skoðað þessa út­reikn­inga síðan þetta mál kom upp. Segj­um sem svo að það hafi komið í ljós að þeir hafi ekki verið rétt­ir þá verður að taka til­lit til þess að svona mál bygg­ir ekki bara á út­reikn­ingi af þessu tagi og að ferlið fór eft­ir þeim leik­regl­um sem um það gilda. Það er ekki hægt að ráðast í hús­leit af þessu tagi nema fyr­ir at­beina dóm­stóla.“

Þá er Má bent á að það hljóti að varða orðspor bankans og úrslit málsins hvort útreikningar bankans séu réttir:

„Hvort sem hann var rétt­ur eða ekki, hefðum við kært málið til lög­reglu á grund­velli þessa út­reikn­ings? Nei, það hefði þurft ná­kvæm­ari út­reikn­inga til þess,“

svarar Már.

Aðspurður hvort það sé ekki óþægilegt að fá harða gagnrýni á störf sín frá bankaráði Seðlabankans segist Már hafa gengið í gegnum ýmislegt í lífinu og það sé nú eins og það sé:

„Bankaráðið hef­ur verið með ýms­um hætti á und­an­förn­um árum og ég skrifa kannski um það í ævi­sög­unni.“

Kaupþingsskýrslan

Þá segir Már að skýrsla Seðlabankans um neyðarlánið til Kaupþings í aðdraganda hrunsins 2008, verði birt þann 30. apríl, en hún átti að koma út fyrst árið 2015.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?