fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Eyjan

Davíð segir dóminn opna „öskju Pandóru“ og að óbreyttur dómaralisti frá Sigríði hefðu engu breytt

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 13. mars 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiðarahöfundur Morgunblaðsins fjallar í dag um úrskurð Mannréttindadómstóls Evrópu í gær, sem sagði að skýlaust brot hefði verið framið gegn 6. grein mannréttindasáttmálans þegar Sigríður Á. Andersen skipaði 15 dómara við Landsrétt.

Leiðarahöfundur, sem að öllum líkindum er Davíð Oddsson, spyr hvort það sé hinsvegar raunin og tekur fram að dómurinn hafi verið „klofinn“ en tveir dómarar af sjö skiluðu séráliti þar sem þeir furðuðu sig á niðurstöðu meirihlutans, en forseti dómsins er einn þeirra sem slíkt gerðu.

Davíð segir að Pandóruaskja hafi verið opnuð með slíku dómafordæmi:

„Láta þeir meira að segja að því liggja að pólitískur hamagangur heima fyrir hafi haft áhrif á niðurstöðuna. Segja dómararnir tveir að meirihlutinn hunsi hina svokölluðu nálægðarreglu með því að víkja til hliðar mati æðsta dómstóls Íslands á inntaki þeirra reglna, sem við eigi í íslenskum lögum. Skipan dómaranna hafi verið gölluð, en fái þó staðist. Þeir segjast gera sér grein fyrir að skipan dómaranna hafi valdið harðvítugum deilum á Íslandi. „Við óttumst að hið mikla uppnám, sem fylgdi skipan dómaranna 15 í hinn nýskipaða áfrýjunardómstól á Íslandi, eigi sér ekki aðeins bergmál í málsgreinum þessa úrskurðar heldur hafi einnig vikið rökvitund meirihlutans frá viðteknum grunngildum dómafordæma þessa dómstóls,“ segja þeir. Meirihlutinn hafi þar með opnað öskju Pandóru með því að færa þeim, sem dæmdir hafi verið, upp í hendurnar rök, sem alltaf verði fyrir hendi, til að áfrýja dómum sínum af ástæðum sem eins og í þessu tilviki komi sanngirni réttarhaldanna ekkert við. Úrskurðurinn hafi ekki aðeins áhrif á Íslandi heldur víðar. Geti dæmdur maður bent á einhvern galla á skipan dómara muni hann geta vísað til þessa úrskurðar.“

Óbreyttur listi engu breytt

Davíð segir ábyrgð Alþingis mikla í málinu og telur að óbreyttur listi frá dómsmálaráðherra hefði litlu breytt:

„Álit meirihlutans er afdráttarlaust, en álit minnihlutans er það ekki síður og má því ætla að úrskurðinum verði áfrýjað. Rétt er að halda til haga að úrskurðir Mannréttindadómstólsins eru ekki bindandi. Þá má ekki gleyma því að þetta mál fór út af sporinu þegar dómnefndin, sem átti að meta umsækjendur um dómarastólana 15 við Landsrétt, skilaði inn hæfnismati þar sem tilgreindir voru tíu karlar og fimm konur. Í fyrsta lagi var ráðherra ekki gefið neitt svigrúm og í öðru lagi var ljóst að Alþingi myndi aldrei samþykkja slíkan kynjahalla. Ráðherra breytti listanum og Alþingi hefði verið í lófa lagið að kjósa um hvert og eitt dómaraefni. Í stað þess var ákveðið að greiða atkvæði um öll í einu. Uppnámið í kjölfarið og aðförin gegn dómsmálaráðherra var eins ómálefnaleg og hugsast getur, ekki síst í ljósi þess að hefði listi dómnefndar verið látinn standa hefði fjaðrafokið tæplega orðið minna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hvað verður um Framsóknarflokkinn? – Hver tekur við forystunni?

Orðið á götunni: Hvað verður um Framsóknarflokkinn? – Hver tekur við forystunni?