fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Eyjan

Dómaraskipan Sigríðar braut gegn mannréttindasáttmálanum – Íslenska ríkið bótaskylt

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 12. mars 2019 09:18

Sigríður Á. Andersen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mannréttindadómstóll Evrópu komst að því í dag að dómaraskipan Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, í Landsréttarmálinu hefði brotið gegn 6. grein mannréttindasáttmálans, er fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Er íslenska ríkið bótaskylt í málinu. RÚV greinir frá.

Sigríður skipaði 15 dómara við hinn nýja Landsrétt árið 2017. Fjórir dómaranna sem metnir voru hæfir af hæfnisnefnd voru ekki skipaðir af Sigríði, og leituðu þeir allir réttar síns og unnu mál sitt.

Þegar Landsréttur tók til starfa lagði lögmaðurinn Vilhjálmur H. Vilhjálmsson fram þá kröfu fyrir hönd síns skjólstæðings, að einn dómari, Arnfríður Einarsdóttur, sem skipuð var af dómsmálaráðherra í stað eins ofangreindra fjórmenninga, yrði dæmd vanhæf vegna skipunarinnar. Þeirri kröfu var hafnað en var sú ákvörðun kærð til Hæstaréttar, sem staðfesti dóm Landsréttar. Því leitaði Vilhjálmur til Mannréttindadómsstólsins, sem hefur nú staðfest að dómaraskipan Sigríðar var ekki réttmæt.

Sigríður var harðlega gagnrýnd í kjölfar niðurstöðu Hæstaréttar og þess krafist að hún segði af sér embætti vegna málsins, en stjórnarandstaðan lagði fram vantrauststillögu gegn henni, sem var felld.  Hefur Sigríður ekki sýnt af sér neitt fararsnið hingað til.

Sjá einnigSigríður Á. Andersen:„Sama hvað ég hefði gert, þetta hefði alltaf orðið mikið og umdeilt mál“

Sjá einnigStórisannleikur – Jón Steinar Gunnlaugsson

Sjá einnig:  Barátta um völd – Jón Steinar Gunnlaugsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Samfélag til að græða á

Sigmundur Ernir skrifar: Samfélag til að græða á