fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Niðurstöðu að vænta úr Landsréttarmálinu á morgun

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 11. mars 2019 14:08

Sigríður Á. Andersen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mannréttindadómstóll Evrópu mun kveða upp úrskurð sinn á morgun í Landsréttarmálinu svokallaða, þegar Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra, skipaði 15 dómara við Landsrétt árið 2017. Skorið verður úr um hvort ákvörðun hennar um að virða að vettugi niðurstöðu hæfnisnefndar, standist lög og ákvæði mannréttindasáttmálans. Fréttablaðið greinir frá.

Fjórir dómarar sem hæfnisnefnd mat hæfa til starfans voru ekki skipaðir af Sigríði og tveir þeirra leituðu til Hæstaréttar vegna þessa. Komst Hæstiréttur að því að Sigríður hefði brotið stjórnsýslulög við að ganga framhjá dómurunum og fékk hvor um sig um 700 þúsund krónur í miskabætur.

Í kjölfarið leituðu hinir tveir dómararnir einnig réttar síns, þar sem íslenska ríkið var dæmt til að greiða þeim einnig skaða- og miskabætur.

Þegar Landsréttur tók til starfa lagði lögmaðurinn Vilhjálmur H. Vilhjálmsson fram þá kröfu fyrir hönd síns skjólstæðings, að einn dómari, Arnfríður Einarsdóttur, sem skipuð var af dómsmálaráðherra í stað eins ofangreindra fjórmenninga, yrði dæmd vanhæf vegna skipunarinnar. Þeirri kröfu var hafnað en var sú ákvörðun kærð til Hæstaréttar, sem staðfesti dóm Landsréttar. Því leitaði Vilhjálmur til Mannréttindadómsstólsins, sem úrskurðar um málið á morgun.

Sigríður var harðlega gagnrýnd í kjölfar niðurstöðu Hæstaréttar og þess krafist að hún segði af sér embætti vegna málsins, en stjórnarandstaðan lagði fram vantrauststillögu gegn henni, sem var felld.  Hefur Sigríður ekki sýnt af sér neitt fararsnið hingað til.

Sjá einnigSigríður Á. Andersen:„Sama hvað ég hefði gert, þetta hefði alltaf orðið mikið og umdeilt mál“

Sjá einnigStórisannleikur – Jón Steinar Gunnlaugsson

Sjá einnig:  Barátta um völd – Jón Steinar Gunnlaugsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Búðu þig undir ESB kosningar

Thomas Möller skrifar: Búðu þig undir ESB kosningar