fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Eyjan

Halldóra Mogensen um vinnustöðvun forstjóra: „Efast um að nokkur myndi taka eftir því“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 8. mars 2019 19:45

Halldóra Mogensen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, segir ábyrgð þerna sem eru í verkfalli í dag, ansi mikla ef vinnustöðvun þeirra hafi jafn mikil áhrif og raun ber vitni og ógni stöðugleikanum í þjóðfélaginu. Segir hún að samkvæmt því ættu þær að fá laun til samræmis við þá ábyrgð:

„Í dag hefja hótelþernur verkfall og fjölmiðlar loga með fréttum af skaðsemi verkfallsins á afkomu ferðaiðnaðarins. Eins og öll ábyrgðin á stöðugleikanum falli á herðar láglaunakvenna frekar en á herðar stjórnvalda. Ríkisstjórnin hefði getað hlustað á verkalýðshreyfinguna og lagt til alvöru tillögur til úrbóta en kaus að gera það ekki. En svo er spurning hvernig við metum ýmis störf í samfélaginu. Er það ekki einmitt vísbending um mikilvægi hótelþerna þegar verkfall þeirra hefur jafn mikil áhrif á starfsemi hótela og raun ber vitni? Ættu launin ekki að vera í samræmi við þá erfiðisvinnu sem þessar konur vinna?“

Þá varpar Halldóra fram athyglisverðri vangaveltu um hvað myndi gerast ef forstjórar, sem þiggja gjarnan býsna há laun, færu í verkfall:

„Það væri áhugavert að sjá hvort sólahringsverkfall hótelforstjóra eða nokkurra annarra forstjóra myndi setja samfélagið á hliðina. Ég efast um að nokkur myndi taka eftir því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum