fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Eyjan

Segja Kristján Þór grafa undan áhættumatinu og brjóta samkomulag

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 7. mars 2019 09:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landssamband veiðifélaga gerir alvarlegar athugasemdir við framlagt frumvarp að breytingum á fiskeldislögum. Sérstaklega þeirri fyrirætlan að setja á fót samráðsnefnd, sem fjalla á um áhættumat um erfðablöndun sem í eiga að sitja fulltrúi ráðherra og hagsmunaaðila fiskeldis í meirihluta.

Í tilkynningu segir:

„Með þessu háttalagi mun ráðherra grafa undan áhættumatinu enda er áhættumatið nú aðeins orðin tillaga Hafrannsóknarstofnunar í frumvarpi hans. Þá er það ákvæði að ráðherra eigi að staðfesta matið af sama toga. Þessar breytingar eru að mati Landssambandsins skýlaust brot á undirrituðu samkomulagi sem náðist um meðferð áhættumatsins í lögum sem samþykkt var í starfshópi um stefnumótun í fiskeldi. Landssambandið harmar að samkomulagið sé brotið á þennan hátt.“

Þá leggst Landssambandið einnig gegn þeirri fyrirætlan að veita Hafrannsóknarstofnun víðtækar heimildir til að stunda eldistilraunir í sjó:

„…þegar fyrir liggur að stjórnvöld hyggjast nýta þá heimild til að setja niður 3000 tonna eldi á frjóum laxi í Ísafjarðardjúp þvert á niðurstöðu áhættumats og fram hjá öllum reglum í umhverfisrétti. Landssamband veiðifélaga hefur í ljósi þessarar stöðu boðað til formannafundar allra veiðifélaga í landinu þann 18. mars þar sem þessi staða verður rædd og viðbrögð við henni.“

Traustur grunnur

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, skrifar um frumvarpið í Morgunblaðið í dag. Þar fjallar hann um þá „áskorun“ sem fengið hefur mesta athygli í umræðunni, sem er möguleg erfðablöndun frjórra eldislaxa við villta laxastofna:

„Stefna stjórn­valda er að ákv­arðanir um upp­bygg­ingu fisk­eld­is verði byggðar á ráðgjöf vís­inda­manna. Af þeim sök­um er í frum­varp­inu kveðið á um að áhættumat erfðablönd­un­ar verði lög­fest og þannig tryggt að það verði lagt til grund­vall­ar leyfi­legu magni af frjó­um eld­islaxi í sjókví­um á hverj­um tíma en matið seg­ir til um hversu mikið magn laxa óhætt er að ala í sjókví­um á ákveðnu svæði þannig að ekki hljót­ist skaði af fyr­ir villta laxa­stofna. Frum­varpið ger­ir ráð fyr­ir að Haf­rann­sókna­stofn­un geri bind­andi til­lög­ur að áhættumati erfðablönd­un­ar en til­lög­urn­ar verði áður born­ar und­ir sam­ráðsnefnd um fisk­eldi til fag­legr­ar og fræðilegr­ar um­fjöll­un­ar. Nefnd­in get­ur þó ekki gert nein­ar breyt­ing­ar á áhættumat­inu. Ráðherra staðfest­ir í kjöl­farið áhættumat erfðablönd­un­ar sam­kvæmt til­lögu Haf­rann­sókna­stofn­un­ar og er sú til­laga bind­andi fyr­ir ráðherra. Með því að lög­festa áhættumat erfðablönd­un­ar eru stjórn­völd að tak­ast á við þetta vanda­sama verk­efni með vís­inda­leg­um aðferðum. Aðeins með þeim hætti mun skap­ast traust­ur grunn­ur til far­sæll­ar upp­bygg­ing­ar lax­eld­is í fullri sátt við um­hverfið.“

Fer vel saman

Kristján Þór segir verndun náttúrunnar og fiskeldi vel geta farið saman:

„Umræðan hér heima er stund­um með þeim hætti að maður upp­lif­ir eins og það þurfi að velja á milli tveggja sjón­ar­miða – hvort viltu byggja upp fisk­eldi eða vernda nátt­úr­una? Í mín­um huga er þetta röng nálg­un. Þessi grund­vall­ar­atriði bæði geta og eiga að fara vel sam­an enda er eldi á lax­fisk­um talið vera um­hverf­i­s­væn og sjálf­bær mat­væla­fram­leiðsla. Því tel ég okk­ur Íslend­inga geta gert mun bet­ur í að láta þessa lyk­ilþætti vinna sam­an. Með það að mark­miði er í frum­varp­inu sett á fót sam­ráðsnefnd sem er stjórn­völd­um til ráðgjaf­ar vegna mál­efna fisk­eld­is. Mark­mið þessa er að styrkja vís­inda­leg­an grund­völl áhættumats erfðablönd­un­ar og stuðla að nauðsyn­legu sam­ráði við upp­bygg­ingu fisk­eld­is. Hlut­verk sam­ráðsnefnd­ar­inn­ar verður m.a. að leggja mat á for­send­ur og úr­vinnslu þeirra gagna sem áhættumat erfðablönd­un­ar bygg­ist á. Mik­il­vægt er að all­ir helstu aðilar hafi sam­eig­in­leg­an vett­vang til skoðana­skipta um þetta mik­il­væga tæki sem áhættumatið er en einnig um aðra þætti sem snerta mál­efni fisk­eld­is. Í nefnd­inni munu eiga sæti fimm full­trú­ar og skip­ar ráðherra formann nefnd­ar­inn­ar. Þá til­nefna Haf­rann­sókna­stofn­un, fisk­eld­is­stöðvar, Lands­sam­band veiðifé­laga og Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga full­trúa í nefnd­ina.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“