fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Eyjan

Sendiherrar Íslands afhentu trúnaðarbréf víða um heim

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 28. febrúar 2019 15:45

Kristín Árnadóttir hitti einn af höfðingjum Maóría í ferð sinni til Nýja-Sjálands

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sendiherrar í íslensku utanríkisþjónustunni hafa undanfarinn mánuð afhent trúnaðarbréf sín í nokkrum ríkjum hér og þar á jarðarkringlunni. Frá þessu er greint á vef utanríkisráðuneytisins.

Unnur Orradóttir Ramette afhenti Yoweri Museveni, forseta Úganda, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í landinu síðastliðinn föstudag. Ísland starfrækir sendiráð í höfuðborginni Kampala en auk Úganda eru umdæmisríki Djíboutí, Eþíópía, Kenía, Namibía og Malaví.

Daginn áður, fimmtudaginn 21. febrúar, afhenti Þórir Ibsen Miloši Zeman, forseta Tékklands, trúnaðarbréf sem sendiherra Íslands gagnvart Tékklandi með aðsetur í Reykjavík. Þórir og Zeman forseti ræddu á fundi sínum sameiginlegt viðskiptaþing, formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu, og tækifæri til að efla enn frekar samskipti ríkjanna með aðkomu Uppbyggingarsjóðs EES, en Tékkland er eitt af samstarfsríkjum sjóðsins. Tengsl Íslands og Tékklands eiga sér langa sögu. Viðskipti þeirra á milli hafa alla jafnan verið nokkur og er verðgildi þeirra í dag um 14 milljarðar.

Kristján Andri Stefánsson afhenti þann 14. febrúar Abdelkader Messahel, utanríkisráðherra Alsírs, afrit trúnaðarbréfs síns sem sendiherra Íslands í Alsír með aðsetur í París.

13. febrúar afhenti Pétur Ásgeirsson Carlos Alvarado Quesada, forseta Kosta Ríka, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands þar í landi með aðsetur í Kanada.

Sama dag afhenti Þórir Ibsen Andrej Kiska forseta Slóvakíu, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart Slóvakíu, með aðsetur í Reykjavík. Við það tilefni ræddu þeir samskipti ríkjanna sem hafa farið vaxandi á undanförnum árum en heildarverðmæti viðskipta á milli landanna eru 7,5 milljarðar króna. Nokkur íslensk fyrirtæki hafa verið með starfsemi eða í samstarfsverkefnum í Slóvakíu og er Marel þeirra stærst, en fyrirtækið starfrækir stóra verksmiðju í Nitra þar sem starfa um 300 manns. Þá hafa íslensk jarðhitafyrirtæki komið að verkefnum í Slóvakíu, en þar er umtalsverður lághiti.

Guðmundur Árni Stefánsson sendiherra afhendir Maithripala Sirisena, forseta Srí Lanka, trúnaðarbréfið.

Guðmundur Árni Stefánsson afhenti trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands á Srí Lanka þann 1.febrúar síðastliðinn við hátíðlega athöfn i forsetahöllinni i höfuðborginni, Colombo.

 

 

Þann 31. janúar afhenti Kristín A. Árnadóttir Dame Patsy Reddy, landsstjóra Nýja-Sjálands, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart Nýja-Sjálandi, með aðsetur í Reykjavík. Á fundi með landsstjóranum, Grant Robertson, fjármálaráðherra Nýja-Sjálands, og ýmsum sérfræðingum var rætt um samskipti ríkjanna  og sameiginleg hagsmunamál. Góð samvinna er á sviði jarðhita, sjávarútvegs og ferðamála og horfa Íslendingar gjarnan til þeirra leiða sem þróaðar hafa verið á Nýja-Sjálandi. Má nefna að þar hefur náðst mikill árangur í verndun náttúruauðlinda á sama tíma og ferðamannastraumur eykst stöðugt. Með Kristínu í för var ræðismaður Íslands á Nýja-Sjálandi, Geiri Pétursson skipstjóri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”