fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Eyjan

Heiðveig hafði sigur – Sjómannafélag Íslands þarf að greiða sekt

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 26. febrúar 2019 17:00

Heiðveig María Einarsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félagsdómur hefur dæmt Sjómannafélag Íslands til að greiða eina og hálfa milljón króna sekt í ríkissjóð vegna brottvikningar Heiðveigar Maríu Einarsdóttur úr félaginu.

RÚV greindi fyrst frá.

Heiðveig María hugðist bjóða sig fram til formanns félagsins í fyrra, en var rekin úr félaginu þar sem trúnaðarmannaráð taldi hana hafa unnið gegn hagsmunum félagsins með gagnrýni á stjórn þess og starfsmenn félagsins.

Í dómi Félagsdóms, sem ekki er hægt að áfrýja, segir að dómurinn telji að lýðræðislegur grundvöllur stéttarfélaga hafi verið virtur að vettvugi og að Sjómannafélagið hafi látið hana gjalda þess að vilja hafa áhrif á stjórn félagsins. Ásetningur um að fella úr gildi rétt hennar hafi verið skýr. Óhætt er að segja að um fullnaðarsigur hafi verið að ræða.

Sjómannafélagið var eins og áður segir dæmt til að greiða eina og hálfa milljón króna í sekt, auk þess að greiða 750 þúsund krónur í málskostnað. 

Heiðveig var í viðtali við DV í fyrra: Heiðveig María í ólgusjó:Mátti ekki vera ólétt í vinnunni: „Margir sögðust ekki ráða konur, punktur“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum