fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Eyjan

Ferðamálaráðherra undrast áherslur verkalýðsfélaganna – „Tekjurnar hafa ekki runnið í vasa þeir sem vinna vinnuna“ segir Sólveig Anna

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 25. febrúar 2019 07:55

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, telur einkennilegt að fyrirhuguð verkföll Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur muni bitna á ferðaþjónustunni. Þetta sé sú atvinnugrein sem hafi skapað einna flest störf undanfarin ár. Formaður Eflingar segir á móti að ferðaþjónustan hafi skilað miklum hagnaði á undanförnum árum en tekjurnar hafi ekki runnið í vasa þeirra sem vinna vinnuna.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Þórdísi að ferðaþjónustan sé atvinnugrein sem skipti lífskjör þjóðarinnar miklu máli og hafi skapað einna flest störf á undanförnum árum, hún hafi vaxið hratt og afkoman hafi mikil áhrif á samfélagið. Hún segir tímasetningu deilna verkalýðsfélaganna við Samtök atvinnulífsins sérstaklega slæma.

„Af koma (sic) ferðaþjónustunnar hefur verið að versna þótt fjöldi ferðamanna hafi aukist. Greinin er mannaflafrek og launagreiðslur stærstur hluti rekstrarkostnaðar.”

Hún tekur einnig undir orð Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, í Sprengisandi í gær þar sem hann sagði skjóta skökku við að viðræðurnar séu komnar á þennan stað án þess að forsendur deilunnar virðist liggja fyrir.

„Það er verkefni aðila vinnumarkaðarins að leysa þetta og ég óska þeim góðs gengis og vona að þeim takist að greiða úr þessari flóknu stöðu. Á hinu tapa allir.”

Er haft eftir Þórdísi.

Starfsfólk Eflingar greiðir atkvæði á næstu dögum um vinnustöðvun þann 8. mars á hótel og veitingahúsum. Ef hún verður samþykkt munu um 700 manns leggja niður störf.

„Í þessum hópi er meirihlutinn konur af erlendum uppruna sem eru að vinna líkamlega erfiða vinnu á smánarlaunum. Ástæða þess að þessi starfsstétt er valin er að hér er um að ræða jaðarsettasta hópinn á lélegustu laununum í grein sem hefur skilað miklum hagnaði síðustu ár. Þær tekjur hafa ekki runnið í vasa þeirra sem vinna vinnuna”

Hefur Fréttablaðið eftir formanni Eflingar, Sólveigu Önnu Jónsdóttur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna