fbpx
Þriðjudagur 07.janúar 2025
Eyjan

Segist hafa verið „endurtekið“ spurð í ræðupúlti Alþingis hvort hún hefði reynslu af þungunarrofi

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 21. febrúar 2019 09:06

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég ætla rétt að vona að Þorsteinn Sæmundsson hafi ekki verið að prufukeyra nýja taktík í umræðum um þungunarrof à mér þegar hann spurði mig endurtekið hvort ég hefði persónulega reynslu af því í andsvörum við ræðu mína í kvöld. Ég ætla rétt að vona að þingkonur þurfi ekki almennt að eiga von á því að Miðflokksmenn spyrji þær út í sína “persónulegu reynslu” af þungunarrofi þegar við höldum áfram umræðum um lög um þungunarrof í vetur. Þá yrði held ég ákveðnum botni náð á þeim bænum.“

Þetta sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata í Facebookfærslu sinni í gærkvöldi, eftir fyrstu umræðu um frumvarp um breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof í þinginu. Vísir greinir frá.

Þorsteinn Sæmundsson

Þar karpaði Þórhildur Sunna við Þorstein Sæmundsson, þingmann Miðflokksins, sem sagði:

„Nú segir háttvirtur þingmaður að hún kjósi helst ekki að kona sem er barnshafandi og stendur frammi fyrir erfiðri ákvörðun sem hún hefur reyndar sagt í þessum ræðustól að sé svo sem ekkert erfið en nú veit ég ekki svo sem hvort hún hefur reynslu af því eður ei…“

Útúrsnúningur

Þórhildur Sunna svaraði þessu á þá leið að hún hefði ekki sagt í ræðu sinni að konum þætti þungunarrof „ekkert mál“, Þorsteinn hefði snúið úr orðum sínum. Hún hefði spurt Þorstein um hvaða forsendur hann teldi sig hafa fyrir því að fullyrða, að allar konur teldu það þungbæra ákvörðun að fara í þungunarrof.

Þá spurði Þórhildur Þorstein um hvort hann teldi orð sín við hæfi þingmanns:

„Háttvirtur þingmaður þykist eitthvað voða hissa að mér finnist ósmekklegt af honum að spyrja hvort ég hafi farið í þungunarrof. Ég spyr hattvirtan þingmann á móti hvort hann leggi það í vana sinn um að spyrja aðra háttvirta þingmenn út í þeirra heilsufarssögu? Hvort honum finnist það eðlileg framganga hér á þingi að spyrja hvort viðkomandi hafi farið í ófrjósemisaðgerð mögulega eða eitthvað annað slíkt, hvort honum finnist það verjandi, eða smekklegt.“

Peningar fyrir ættleiðingu

Frumvarpið, sem er lagt fram af Miðflokknum, Ásmundi Friðrikssyni, Sjálfstæðisflokki og óháðu Klaustursþingmönnunum Karli Gauta Hjaltasyni og Ólafi Ísleifssyni, felst í að festa í lög að mæður sem gefa barn sitt til ættleiðingar við fæðingu, fái ríkisstyrk í hálft ár frá fæðingu barnsins, að upphæð 135 þúsund krónur.

Þórhildur Sunna sagði að frumvarpið væri lagt fram í annarlegum tilgangi og skynjaði hún óheiðarleika í málflutningi þeirra sem lögðu það fram. Sagðist hún fá óbragð í munninn því að frumvarpið setti óeðlilegan þrýsting á konur:

„Miðflokksmenn eru á móti þungunarrofi og þeir vilja finna leiðir til að láta konur ganga með börn sem þær vilja ekki ganga með og gefa þeim jafnvel fjárhagslegan hvata til þess. Þetta er sú tilfinning sem ég fæ að konur séu einhvers konar útungunarvélar, að þær eigi að huga að þörfum einhverra annarra einstaklinga í samfélaginu vegna þess að þessir aðrir einstaklingar þrái að eignast börn, að konur eigi að íhuga alvarlega, með fjárhagslegum hvata, að leggja líf sitt að veði, að snúa því á hvolf, að breyta sínum lífsvenjum algjörlega í níu mánuði vegna þess að þær megi ekki gleyma því að þær geti gert þessa óvelkomnu þungun sína að gleðigjafa fyrir aðra einstaklinga sem þær þekkja ekki. Setja jafnvel þrýsting á konur sem fara til þess að leita sér læknisaðstoðar til að fara í þungunarrof að þeim sé gert skylt að tala við félagsráðgjafa sem segir þeim að jú, svo er líka möguleiki fyrir hendi að þú gangir með barnið og fáir fyrir það fæðingarstyrk og að þær eigi að hugsa um allt fólkið sem ekki getur átt börn áður en það þær taka þá ákvörðun sem þær eru væntanlega búnar að taka þegar þær leita til heilbrigðisstarfsfólks um að fara í þungunarrof, að þær taki það líka til skoðunar að fólki vanti börn. Ég fæ óbragð í munninn í þessu samhengi.“

Birgir Þórarinsson, Miðflokki, sagði þá að markmiðið væri ekki að þvinga konur til að gefa barn sitt til ættleiðingar í stað þess að gangast undir þungunarrof:

„Lífsskoðanir fólks eru margt misjafnar og sumum konum hugnast einfaldlega ekki fóstureyðing, hvort sem það er af trúarlegum ástæðum eða öðrum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir nýja valdablokk í Sjálfstæðisflokknum vilja tafarlausar breytingar

Segir nýja valdablokk í Sjálfstæðisflokknum vilja tafarlausar breytingar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Össur fer mikinn í að greina átökin innan Sjálfstæðisflokksins – Segir að Þórdís Kolbrún hafi gert stór mistök sem muni reynast henni dýrkeypt

Össur fer mikinn í að greina átökin innan Sjálfstæðisflokksins – Segir að Þórdís Kolbrún hafi gert stór mistök sem muni reynast henni dýrkeypt
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Kosning um framhaldviðræður við ESB verði vorið 2025!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Kosning um framhaldviðræður við ESB verði vorið 2025!