fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Eyjan

Sjáðu súkkulaðikökuna sem Bjarni Ben fær vegna skattalækkana: „Vonandi skildirðu eftir pláss fyrir desertinn“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 20. febrúar 2019 13:46

Bjarni Benediktsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti í gær áform ríkisstjórnarinnar um skattabreytingar. Tekjuskattsþrepin verða þrjú, skattleysismörk tæplega 160.000 kr. á mánuði og tekjuskattur á lágtekjufólk verður lækkaður um 2% . Ráðstöfunartekjur láglaunafólks aukast um 80 þúsund krónur á ári við breytinguna, eða tæplega 7000 krónur á mánuði, en sú upphæð hefur víða verið gagnrýnd og þá helst fyrir að vera ekki nægjanlega há.

Þá var Bjarni einnig gagnrýndur af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Miðflokksins, í gær, er hann benti á að Bjarni hefði í gegnum árin ávallt talað gegn þriggja þrepa skattkerfi og því væri aðgerð ríkisstjórnarinnar í bullandi mótsögn við vilja Bjarna og Sjálfstæðisflokksins þar af leiðandi.

Sjá nánarSjáðu hvað Bjarni Ben hefur áður sagt um þriggja þrepa skattkerfi

Kakan í rökréttu hlutfalli

Ef marka má Facebookfærslu konu sem bauð sig fram í 6. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi árið 2012, getur gagnrýni einnig verið gómsæt:

„Hey Bjarni! Takk fyrir þessa frábæru tillögu um skattalækkanir fyrir lægsta tekjuhópinn. Ég bakaði þessa fínu köku handa þér sem ég tel í rökréttu hlutfalli við þið hversu stórkostleg áhrif þetta mun hafa á líf þeirra sem lifa af þessum lægstu tekjum. Nú verður partý! Vonandi skildirðu eftir pláss fyrir desertinn og þú gefur kannski með þér. Ekki torgarðu þessum helling einn.“

Myndin sem hún birtir er af agnarsmárri súkkulaðiköku, en Bjarni er einmitt þekktur fyrir kökubakstur sinn, ekki síst í aðdraganda kosninga.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
EyjanFastir pennar
Í gær

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Eldri kírópraktorstöð Gumma Kíró úrskurðuð gjaldþrota

Eldri kírópraktorstöð Gumma Kíró úrskurðuð gjaldþrota
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Brynjar átti ekkert mótsvar á Grund

Brynjar átti ekkert mótsvar á Grund