fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Eyjan

Lýsa reiði og sárum vonbrigðum með tillögur ríkisstjórnarinnar

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 19. febrúar 2019 15:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Stéttarfélögin fjögur sem leitt hafa yfirstandandi kjaraviðræður, VR, Efling, VLFA og VLFG, lýsa reiði og sárum vonbrigðum með þær tillögur sem ríkisstjórnin lagði fram á fundi með forseta og varaforsetum ASÍ í dag, 19. febrúar.“

Þetta segir í sameiginlegri yfirlýsingu vegna fundarhalda í morgun, þar sem Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness rauk á dyr í fússi.

„Viðræður hafa staðið tæpt eftir að SA lögðu fram tilboð í síðustu viku sem leitt hefði til kaupmáttarrýrnunar fyrir stóra hópa launafólks. SA höfnuðu í kjölfarið sanngjörnu gagntilboði samflotsfélaganna,“

segir ennfremur.

Þá er nefnt að vonir hafi staðið til að með aðkomu stjórnvalda yrði glæðum hleypt í viðræðurnar:

„Ljóst er að tillögur stjórnvalda gera þær vonir að engu. Fundað verður í baklandi stéttarfélaganna á næstu sólarhringum og á fimmtudag funda formenn félaganna með SA hjá Ríkissáttasemjara.

Samflotsfélögin standa sameinuð og staðföst í kröfunni um að launafólk geti lifað af launum sínum og að stjórnvöld geri löngu tímabærar kerfisbreytingar í réttlætisátt.“

Að tilkynningunni standa:

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar – stéttarfélags
Hörður Guðbrandsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og
1. varaforseti ASÍ.

Sjá einnigVilhjálmur sótillur og rauk af sáttafundi:„Ég gat ekki setið þarna inni leng­ur“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Barnaskapur á Alþingi

Svarthöfði skrifar: Barnaskapur á Alþingi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún lét stjórnarandstöðuna heyra það í óundirbúnum fyrirspurnartíma – „Ég ætla bara að biðja fólk að gæta orða sinna“

Kristrún lét stjórnarandstöðuna heyra það í óundirbúnum fyrirspurnartíma – „Ég ætla bara að biðja fólk að gæta orða sinna“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heiða Björg borgarstjóri: Markaðurinn þarf ramma – mann langar að hafa eitthvað fallegt að horfa á

Heiða Björg borgarstjóri: Markaðurinn þarf ramma – mann langar að hafa eitthvað fallegt að horfa á