fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Eyjan

„Er ekki komið að þeim að segja frá því sem þeir vissu um athafnir Jóns Baldvins Hannibalssonar?“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 15. febrúar 2019 09:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eigandi almannatenglafyrirtækisins KOM, Friðjón R. Friðjónsson, bjó í Washington á árunum 2007-2010, eða um fimm árum eftir að Jón Baldvin Hannibalsson gegndi þar sendiherrastöðu. Hann greinir frá því á Facebook að sögur af Jóni hafi ennþá verið að ganga um borgina og borist honum til eyrna, um ölvun hans og áreitni í garð kvenna og ungra stúlkna:

„Það eru þættir í málum Jóns Baldvins Hannibalssonar sem fá mig til að staldra við. Þessi mál eru svo mörg og ná yfir svo langt tímabil að það hlýtur að hafa verið fólk sem vissi meira en það kýs að segja. Þegar ég bjó í Washington DC 2007-2010 gengu enn sögur meðal Íslendinganna um sendiherrann fyrrverandi, um allskonar óviðeigandi hegðun, oftast tengdar ölvun og partýstandi. En líka grófari sögur um ágengni við konur og stúlkur.“

Friðjón kallar eftir því að samtíðarmenn Jóns Baldvins úr stjórnmála- og blaðamannastéttinni, stígi fram, þar sem ekki geti annað verið en þeir hafi vitað af ósæmilegri hegðun hans:

„Sögur sem hljóta að hafa náð eyrum samverkamanna sendiherrans og yfirboðara. Síendurteknar sögur sem manni finnst ótrúlegt að samtíðarmenn í stjórnmálum og þjóðfélagsumræðu hafi ekki heyrt. Til eru stjórnmálamenn og blaðamenn sem lögðu sig fram um að vita allt um alla. Sumir hafa jafnvel lýst sjálfum sér sem nokkurskonar kóngulóm í miðjum vef ógeðslegs þjóðfélags. Er ekki komið að þeim að segja frá því sem þeir vissu um athafnir Jóns Baldvins Hannibalssonar?“

Aldís Schram, dóttir Jóns Baldvins, hefur ásakað hann um kynferðislegt óeðli í sinn garð frá því hún var barnung. Fjöldi kvenna hefur einnig stigið fram og ásakað Jón Baldvin um kynferðislega tilburði í ýmsum myndum, frá því á  sjöunda áratugnum til dagsins í dag.

Jón Baldvin hefur borið því við að ásakanirnar séu tilhæfulausar og að dóttir sín Aldís, glími við geðhvarfasýki, sem Aldís hefur sjálf hrakið með vottorði geðlækna. Þá hefur Jón gefið útvarpsstjóra nokkra daga til að biðjast afsökunar á tveimur starfsmönnum sínum, þeim Helga Seljan og Sigmari Guðmundssyni, sem tóku viðtal við Aldísi í Morgunútvarpi Rásar 2 og skrifuðu í kjölfarið grein um málið í Morgunblaðið. Ellegar muni Jón stefna RÚV fyrir rangar ásakanir og meiðyrði.

Hefur útvarpsstjóri sagt að hann telji ekkert tilefni til að biðjast afsökunar, allar vinnu- og siðareglur hafi verið virtar varðandi mál Aldísar og Jóns Baldvins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Arnar Þór Jónsson: Það er siðrof á íslenskum fjármálamarkaði – kannski þarf að setja lög á Seðlabankann

Arnar Þór Jónsson: Það er siðrof á íslenskum fjármálamarkaði – kannski þarf að setja lög á Seðlabankann
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“